Sykurbrúnaðar kartöflur

Sykurbrúnaðar kartöflur, brúnaðar kartöflur. Hvernig á að brúna kartöflur? hvernig á að sykurbrúna kartöflurnar sykurbrúna KARTÖFLUR brúnaðar jarðepli
Sykurbrúnaðar kartöflur

Sykurbrúnaðar kartöflur

Við sem erum alin upp við að sjá mæður okkar brúna kartöflur fumlaust með sunnudagssteikinni og/eða jólamatnum höldum sum að það sé mikill vandi að brúna blessuð jarðeplin. Að vísu er það vandi en það er eins með þetta eins og svo margt annað: Æfingin skapar meistarann. Áður en kartöflurnar fara saman við brædda sykurinn (brúnaða) verður að stöðva brunann, það er gert með vökva, best finnst mér að nota til þess rjóma eða kaffi.

— KARTÖFLURSALÖTSÓSURJÓLIN

.

Sykurbrúnaðar kartöflur

1 kg soðnar kartöflur (síður forsoðnar, þær eru of vatnsmiklar)

2/3 b sykur

1/3 b púðursykur

2 msk smjör

1/2 tsk salt

1 dl rjómi, sterkt kaffi eða vatn.

Flysjið kartöflurnar, best er að sjóða þær og flysja rétt áður en þær eru brúnaðar í sykrinum. Setjið sykur, púðursykur, smjör og salt á pönnu. Brúnið sykurinn og hellið rjómanum (eða kaffinu) út á þegar sykurinn er orðinn fallega brúnn, passið að hann brenni ekki. Hrærið stöðugt í en varlega. Hrærið í þangað til sykurinn hefur samlagast vökvanum, slökkvið undir og látið kartöflurnar varlega saman við (ekki láta kartöflurnar of snemma út í). Veltið þeim í sykurleginum í nokkrar mínútur.

.

— KARTÖFLURSALÖTSÓSURJÓLIN –

— SYKURBRÚNAÐAR KARTÖFLUR —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Grískt gúrkusalat

salat gurkur

Grískt gúrkusalat. Kannski var ég í Grikklandi í síðasta lífi eða lífinu þar á undan. En mér þykir grískur matur mjög góður. Salat eins og þetta getur verið forréttur eða sem meðlæti.

Ómótstæðileg kókosbollusæla – það er engin leið að hætta

Ómótstæðileg kókosbollusæla - svo er hún bara svo ótrúlega holl (grín)
Árlegt dömukaffiboð var hér á dögunum, þessi boð eru kjörin til að prófa nýtt kaffimeðlæti. Auðvitað má nota hvaða ávexti sem er saman við rjómann. Eina ástæðan fyrir því að ég valdi jarðarber, hindber, mangó og vínber eru fallegir litir. Yfir fór fagurgult heimagert Sítrónusmjör. Ef þið eigið ykkur uppáhalds súkkulaði má gjarnan bæta því við. Kjörið kaffimeðlæti eða eftirréttur.

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave