Sykurbrúnaðar kartöflur

Sykurbrúnaðar kartöflur, brúnaðar kartöflur. Hvernig á að brúna kartöflur? hvernig á að sykurbrúna kartöflurnar sykurbrúna KARTÖFLUR brúnaðar jarðepli
Sykurbrúnaðar kartöflur

Sykurbrúnaðar kartöflur

Við sem erum alin upp við að sjá mæður okkar brúna kartöflur fumlaust með sunnudagssteikinni og/eða jólamatnum höldum sum að það sé mikill vandi að brúna blessuð jarðeplin. Að vísu er það vandi en það er eins með þetta eins og svo margt annað: Æfingin skapar meistarann. Áður en kartöflurnar fara saman við brædda sykurinn (brúnaða) verður að stöðva brunann, það er gert með vökva, best finnst mér að nota til þess rjóma eða kaffi.

— KARTÖFLURSALÖTSÓSURJÓLIN

.

Sykurbrúnaðar kartöflur

1 kg soðnar kartöflur (síður forsoðnar, þær eru of vatnsmiklar)

2/3 b sykur

1/3 b púðursykur

2 msk smjör

1/2 tsk salt

1 dl rjómi, sterkt kaffi eða vatn.

Flysjið kartöflurnar, best er að sjóða þær og flysja rétt áður en þær eru brúnaðar í sykrinum. Setjið sykur, púðursykur, smjör og salt á pönnu. Brúnið sykurinn og hellið rjómanum (eða kaffinu) út á þegar sykurinn er orðinn fallega brúnn, passið að hann brenni ekki. Hrærið stöðugt í en varlega. Hrærið í þangað til sykurinn hefur samlagast vökvanum, slökkvið undir og látið kartöflurnar varlega saman við (ekki láta kartöflurnar of snemma út í). Veltið þeim í sykurleginum í nokkrar mínútur.

.

— KARTÖFLURSALÖTSÓSURJÓLIN –

— SYKURBRÚNAÐAR KARTÖFLUR —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Ljómandi góð eplakaka

Eplaterta

Ljómandi góð eplakaka. Gaman að segja frá því að Vilborg systir mín á afmæli í dag, sú sama og Villuterta er nefnd eftir. Hún bauð í afmæliskaffi og á borðum var fjöldinn allur af tertum og öðru góðgæti. Þar á meðal þessi eplakaka sem bragðaðist ljómandi vel