Hráfæðisgúrúinn David Wolfe mælir með að að fólk borði hollan mat til að fá fallega húð. Á topp listanum hjá honum er: Ólífur, ólífuolía, gúrkur, radísur, hampfræ, aloe vera, kókosolía, avokadó, klettasalat, graskersfræ og túrmerik.
Matarborgin Búdapest. Kannski kemur höfuðborg Ungverjalands ekki fyrst upp í hugann þegar hugsað er um mat og matarmenningu erlendis, EN hún kemur verulega á óvart, þar má fá fjölbreyttan og þjóðlegan mat frá öllum héruðum Ungverjalands. Alveg ótrúlega góður matur og þeir eru frægir fyrir margt fleira en ungverska gúllassúpu. Systur mínar, Árdís og Vilborg og ég, teiguðum ungverska vorið á dögunum með mömmu og nutum hverrar stundar.Það var ánægjulegt að upplifa hversu stoltir Ungverjar eru af sínum mat, mjög víða voru ungverskir réttir á boðstólnum í bland við aðra.
Í heimilisfræði lærði maður að kökudeig væri sko ekkert kökudeig nema í því væru egg og mjólk til að binda deigið saman. Með ofurlitlu gúgli má komast að því að ýmislegt annað má nota í staðinn með góðum árangri; t.d. eru möluð hörfræ ígildi eggja í lummum.
Hér er kaka sem helst mjög vel saman, er ljúffeng og létt. Engin þörf er á að útskýra fyrir þeim, sem hafa fordóma gagnvart vegan (dýraafurðalausu) fæði, hvernig hún er samsett, - þeir finna hvort eð er ekki muninn!
Íslensk jarðarber. Það jafnast ekkert á við fersk íslensk jarðarber, þau eru sæt, falleg og bragðmikil. Eftir að hafa skoðað Garðyrkjustöðina Silfurtúná Flúðum (sem framleiða Silfurber) lýsi ég því hér með yfir að ég mun alltaf velja þau fram yfir hin innfluttu. Mun hvorki sjá jarðarberin í Costco né annarsstaðar komist ég hjá því. Ekkert skordýraeitur er notað við framleiðsluna á Silfurtúni. Auk þess sem sem þau taka sér ekki far með flugvélum þúsundir kílómetra. Hægt er að fá fersk jarðarber frá fjölskyldunni á Silfurtúni svo að segja allt árið.
Vanilluostaterta - vegan. Þrátt fyrir nafnið er tertan bæði vegan og hráfæðis, þó enginn sé osturinn. Þ.e.a.s. hinn hefðbundni ostur. Áferðin á fyllingunni minnir á ostatertu og útlitið kannski líka. Mjög ljúffeng terta
Fylltar pönnukökur með ávaxtamascarpone. Það eru notalegar og hlýjar minningar sem flestir eiga tengdar pönnukökum. Hver man ekki eftir pönnukökustöflunum í hinum og þessum veislum. Þegar ég baka pönnukökur er ég með tvær pönnur(stundum þrjár), en mikið dáist ég að húsmæðrum á öldum áður sem aðeins höfðu eina pönnu og voru með stór heimili.