
Jólakaffiboð í Miðbæ
Þættinum hefur borist myndasending austan af landi. Myndirnar eru úr árlegu jólaboði Frú Sigurlaugar í Miðbæ Norðfjarðarsveit. Sigurlaug er ættmóðir Miðbæinga en það er allt frægt matfólk og hún fremst í flokki. Hún býður ávalt fólkinu sínu heim í boð tvisvar sinnum hver jól, fyrst er það miðnæturboð á aðfangadag en þá kemur fullorðna fólkið til hennar í heitt súkkulaði, smákökur, kleinur, lagtertur og fleira góðmeti. Notaleg friðarstund þar sem fólkið hennar fer yfir jólagjafirnar og jólakortin.
Annan í jólum er svo boðið stærra og meira en þá koma allir afkomendur stórir sem smáir og glatt á hjalla í Miðbæ. Þá bættast við fyrri upptalningu tertur margskonar ásamt smurbrauði.
Alltaf er í boði hafrakex og rúsínusalat, öðruvísi koma ekki jól.
Sigurlaug eða Silla í Miðbæ eins og hún er ávalt kölluð er ein af þessum ofurkonum sem ævinlega eiga fullar kistur og búr af heimagerðu góðmeti, alvöru húsfrú að sveitasið sem tekur vel á móti öllum sem til hennar koma.
— HÁKON HILDIBRAND — HAFRAKEX OG RÚSÍNUSALAT — NORÐFJÖRÐUR — KAFFIBOÐ – JÓLINJÓLIN —
.




🎄
— HÁKON HILDIBRAND — HAFRAKEX OG RÚSÍNUSALAT — NORÐFJÖRÐUR — KAFFIBOÐ – JÓLINJÓLIN —
🎄