Jólakaffiboð í Miðbæ

miðbær norðfjörður norðfjarðarsveit sigurlaug Bjarnadóttir silla í miðbæ norðfjörður neskaupstaður mokkaterta Marengs ávaxtaterta Franskar vöfflur hákon hildibrand kökuboð tertuborð jólaboð
Einstaklega glæsilegt borð í Miðbæ. Myndir Hákon Hildibrand

Jólakaffiboð í Miðbæ

Þættinum hefur borist myndasending austan af landi. Myndirnar eru úr árlegu jólaboði Frú Sigurlaugar í Miðbæ Norðfjarðarsveit. Sigurlaug er ættmóðir Miðbæinga en það er allt frægt matfólk og hún fremst í flokki. Hún býður ávalt fólkinu sínu heim í boð tvisvar sinnum hver jól, fyrst er það miðnæturboð á aðfangadag en þá kemur fullorðna fólkið til hennar í heitt súkkulaði, smákökur, kleinur, lagtertur og fleira góðmeti. Notaleg friðarstund þar sem fólkið hennar fer yfir jólagjafirnar og jólakortin.
Annan í jólum er svo boðið stærra og meira en þá koma allir afkomendur stórir sem smáir og glatt á hjalla í Miðbæ. Þá bættast við fyrri upptalningu tertur margskonar ásamt smurbrauði.
Alltaf er í boði hafrakex og rúsínusalat, öðruvísi koma ekki jól.
Sigurlaug eða Silla í Miðbæ eins og hún er ávalt kölluð er ein af þessum ofurkonum sem ævinlega eiga fullar kistur og búr af heimagerðu góðmeti, alvöru húsfrú að sveitasið sem tekur vel á móti öllum sem til hennar koma.

HÁKON HILDIBRANDHAFRAKEX OG RÚSÍNUSALATNORÐFJÖRÐURKAFFIBOÐJÓLINJÓLIN

.

Hafrakexið og rúsínusalatið eru fyrir aftan lagterturnar og vinstra megin við þær er Mokkaterta
Marengs ávaxtaterta

 

Hákon Hildibrand með ömmu sinni Sigurlaugu Bjarnadóttur í Miðbæ
Franskar vöfflur

🎄

HÁKON HILDIBRANDHAFRAKEX OG RÚSÍNUSALATNORÐFJÖRÐURKAFFIBOÐJÓLINJÓLIN

— JÓLAKAFFIBOÐ Í MIÐBÆ —  

🎄

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Frystið vatn í flöskum eða vatnskönnum til að fá klaka

Frystið vatn í flöskum eða vatnskönnum til að fá klaka. Hver kannast ekki við að það er ekki til klaki í frystinum þegar á þarf að halda? Allra besta ráðið til að setja vatn í flöskur eða vatnskönnur og frysta. Þetta á einnig við þegar farið er í ferðalög. Þá er kjörið að frysta vatn á flöskum og rétt fyrir brottför er síðan fyllt á með vatni, bústi, ávaxtasafa eða öðru. Húsráð dagsins og allra daga :)

Grilluð samloka

Grilluð samloka

Grilluð samloka. Bragðgóð og holl samloka sem gott er að grípa til þegar hungrið segir til sín. Auðvitað má nota grænt pestó á báðar sneiðarnar eða þá rautt pestó á báðar.

Óla rúgbrauð

Rúgbrauð með marineraðri síld. Það er nú meira hversu mikill munur er á rúgbrauði og rúgbrauði. Sumt rúgbrauð sem bakað er í bakaríum er ekki étandi vegna sætinda, það þarf næstum því að setja rauðan viðvörunarmiða á nokkrar tegundir.

Raspterta, já rasptertan góða

Raspterta

Já, raspterta! - ég bragðaði hana í fyrsta skipti í afmæli Eddu frænku minnar þegar ég var ca tíu ára. Á þeim árum var ég bæði feiminn og óframfærinn og þorði ekki fyrir mitt litla líf að biðja um uppskrift...