Jólakaffiboð í Miðbæ

miðbær norðfjörður norðfjarðarsveit sigurlaug Bjarnadóttir silla í miðbæ norðfjörður neskaupstaður mokkaterta Marengs ávaxtaterta Franskar vöfflur hákon hildibrand kökuboð tertuborð jólaboð
Einstaklega glæsilegt borð í Miðbæ. Myndir Hákon Hildibrand

Jólakaffiboð í Miðbæ

Þættinum hefur borist myndasending austan af landi. Myndirnar eru úr árlegu jólaboði Frú Sigurlaugar í Miðbæ Norðfjarðarsveit. Sigurlaug er ættmóðir Miðbæinga en það er allt frægt matfólk og hún fremst í flokki. Hún býður ávalt fólkinu sínu heim í boð tvisvar sinnum hver jól, fyrst er það miðnæturboð á aðfangadag en þá kemur fullorðna fólkið til hennar í heitt súkkulaði, smákökur, kleinur, lagtertur og fleira góðmeti. Notaleg friðarstund þar sem fólkið hennar fer yfir jólagjafirnar og jólakortin.
Annan í jólum er svo boðið stærra og meira en þá koma allir afkomendur stórir sem smáir og glatt á hjalla í Miðbæ. Þá bættast við fyrri upptalningu tertur margskonar ásamt smurbrauði.
Alltaf er í boði hafrakex og rúsínusalat, öðruvísi koma ekki jól.
Sigurlaug eða Silla í Miðbæ eins og hún er ávalt kölluð er ein af þessum ofurkonum sem ævinlega eiga fullar kistur og búr af heimagerðu góðmeti, alvöru húsfrú að sveitasið sem tekur vel á móti öllum sem til hennar koma.

HÁKON HILDIBRANDHAFRAKEX OG RÚSÍNUSALATNORÐFJÖRÐURKAFFIBOÐJÓLINJÓLIN

.

Hafrakexið og rúsínusalatið eru fyrir aftan lagterturnar og vinstra megin við þær er Mokkaterta
Marengs ávaxtaterta

 

Hákon Hildibrand með ömmu sinni Sigurlaugu Bjarnadóttur í Miðbæ
Franskar vöfflur

🎄

HÁKON HILDIBRANDHAFRAKEX OG RÚSÍNUSALATNORÐFJÖRÐURKAFFIBOÐJÓLINJÓLIN

— JÓLAKAFFIBOÐ Í MIÐBÆ —  

🎄

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.