Ávextir með Daimrjóma

Ávextir með Daimrjóma daim súkkulaði rjómi ávaxtasalat
Ávextir með Daimrjóma

Ávextir með Daimrjóma

Það má nota ykkar uppáhalds ávexti í þennan eftirrétt, en bananar og döðlur mega ekki missa sín. Það er ágætt að hafa súkkulaðið ekki of smátt saxað.

.

DAIMEFTIRRÉTTIRÁVEXTIR

.

Ávextir með Daimrjóma

2 bananar
1 dl döðlur
1-2 perur
1 b vínber
1 mangó
brómber eða jarðarber
Safi úr ½ sítrónu

½ l rjómi
U.þ.b. 150 g Daim
1 tsk vanilla

Skerið ávextina niður í bita og setjið í skál ásamt sítrónusafa. Blandið saman.
Þeytið rjóma, myljið Daim gróft og bætið út í rjómann ásamt vanillu.

🍊🍐🍎🥝🍓

DAIMEFTIRRÉTTIRÁVEXTIR

— ÁVEXTIR MEÐ DAIMRJÓMA —

🍊🍐🍎🥝🍓

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Ásta Snædís á Brekkunni á Stöðvarfirði

Ásta Snædís á Brekkunni á Stöðvarfirði er kona sem margir hafa matarást á og vel þess virði að koma við hjá henni. Á Brekkunni má fá fisk dagsins sem oftar en ekki er veiddur samdægurs. Einnig eru þær dömur með litla búð með nauðsynjavörum. Eiginlega má segja að sjón sé sögu ríkari.

Marokkósk appelsínukaka með apríkósum – algjörlega trufluð kaka

Marokkósk appelsínukaka með apríkósum.  Björk Jónsdóttir er af mörgum kunn fyrir tertur sínar og annað kaffimeðlæti. Hún hefur oft komið við sögu á þessu bloggi, hefur oftar en ekki átt uppskriftir á árlegu listunum yfir vinsælustu uppskriftirnar. Má þar nefna Kókosbolludraum og Sítrónuböku með ferskum berjum

Salthnetukaka


Salthnetukaka

Salthnetukaka. Heiðurspiltarnir og söngpípurnar Þorvaldur og Ásgeir Páll komu í kaffi og tóku hressilega til matar síns. Það er ótrúlega gaman að gefa þeim að borða