Heitur brauðréttur – einn sá allra besti

Heitur brauðréttur - einn sá allra besti jóna lára sveinbjörnsdóttir ísafjörður kvennakór ísafjarðar einfaldur góður fljótlegur heitur réttur brauðréttir brauðréttur
Heitur brauðréttur – einn sá allra besti

Heitur brauðréttur – einn sá allra besti

„Ég fékk einn allra besta heita brauðrétt sem ég hef smakkað, þú verður að birta uppskriftina,” sagði Bergþór um heitan brauðrétt sem Jóna Lára Sveinbjörnsdóttir kom með í kvennakórspartí. Heitir brauðréttir hafa verið með vinsælustu saumaklúbbsréttum um árabil, en galdurinn við þennan gætu verið ómissandi kasjúhneturnar. Þegar þær ristast gerast einhverjir töfrar. Alla vega er hann mjög ljúffengur. Eins og við var að búast tók Jóna Lára vel í að útbúa réttinn sem að grunni til er af síðunni ÓlöfHummus og er þar vegan.

 

JÓNA LÁRAHEITIR RÉTTIRKVENNAKÓRINNÍSAFJÖRÐURBERGÞÓR —

.

Jóna Lára tínir jurtir í náttúrinni og þurrkar. Úr þessu gerir hún hina og þessa heilsubætandi drykki. Hún bauð upp á brenninetludrykk, vallhumal-brenninetlu-seyði og hamp-seyði. Allt svo hressandi.

Heitur brauðréttur – einn sá allra besti

7 brauðsneiðar
5-6 sveppir, í sneiðum
1 dós aspas
7 msk mæjónes
1 lúka ferskt spínat
salt og pipar
1 1/2 dl kasjúhnetur
Rifinn ostur

Skerið niður brauðsneiðar í litla teninga og dreifið í eldfast mót.
Hellið aspasvökvanum jafnt yfir brauðið.
Blandið saman mæjónesi, spínati, sveppunum og aspasinum í skál. Saltið og piprið.
Dreifið osti yfir og kasjúhnetum
Bakið í ofni á 160° C í rúmlega 20 mín.

Jóna Lára Sveinbjörnsdóttir fær sér af brauðréttinum góða

JÓNA LÁRAHEITIR RÉTTIRKVENNAKÓRINNÍSAFJÖRÐUR

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.

Fyrri færsla
Næsta færsla