Ingiríðartertan – drottningartertan eina

Ingiríðartertan inga björk sveinsdóttir drottningarterta dönsk terta danskur matur Foreldrar Margrétar Þórhildar Danadrottningar, Friðrik 9. og Ingiríður voru konungshjón Danmerkur frá 1947 til 1972. Margrét þórhildur ingiríður drottning danmörk ingrid of sweden dönsk drottning Kristján 9.
Ingiríðartertan

INGIRÍÐARTERTAN

Síðustu tvo áratugi hef ég reglulega heyrt af undurgóðri Ingiríðartertu sem Inga Björk Sveinsdóttir bakar og er í miklu uppáhaldi hjá fjölskyldu hennar. Uppskriftina fékk hún í dönsku blaði fyrir mörgum árum. Eftir að hafa drukkið tertukaffi með Ingu skil ég vel hvers vegna tertan er í svona miklu uppáhaldi.

Inga Björk er með galdraduft í sprota sínum, sem hún stráir yfir umhverfið með listfengi sínu. Handverk hennar er löngu þekkt meðal þeirra sem þekkja til, hvort sem um er að ræða sauma- eða prjónaskap. Í höndum hennar verða ekki bara til flíkur, heldur hrein listaverk. Inga Björk er nefnilega fyrst og fremst listakona, að því er virðist án þess að vita af því sjálf, og um það vitna m.a. veflistaverk hennar á veggjum heimilisins. Þessi verk myndu sóma sér vel í listasöfnum þjóðarinnar. En sumir eru bara ekki fyrir að trana sér fram.

Ég þurfti því að beita öllum mínum sannfæringarkrafti til að fá að mynda eitt af djásnunum hennar úr uppskriftakistunni, hina konunglegu Ingiríðartertu. En það tókst, til allrar hamingju fyrir lesendur síðunnar!

🇩🇰

DANMÖRKTERTURDROTTNINGARROYALMARGRÉT DANADROTTNING

🇩🇰

Hin konunglega Ingiríðarterta

Ingiríðarterta (drottningaterta) 

Möndlubotn
3 egg
3 dl sykur
150 g smjör, brætt
1 1/2 dl mjólk eða rjómi
150 g gróft malaðar heslihnetur
3 dl hveiti
1 1/2 tsk lyftiduft

Þeytið egg og sykur vel. Blandið þurrefnunum saman. Blandið saman bræddu smjöri og mjólk/rjóma og setjið í eggjahræruna og síðast þurrefnin.
Bakið í tveimur vel smurðum formum í ca 1 klst við 150°C

Marengsbotn
3 eggjahvítur
125 g flórsykur
Stífþeytið eggjahvíturnar og bætið sykrinum gætilega í.
Bakið við 150°C í um klst.

Rjómakrem
6 dl rjómi
3 tsk Nescafé
6 tsk flórsykur
Þeytið rjómann, malið kaffið smátt í morteli og blandið saman vð ásamt flórsykri.

Súkkulaðihjúpur
rifinn börkur af hálfri appelsínu
safi úr hálfri appelsínu
1 tsk sykur
2 msk koníak eða Grand Marnier
100 g dökkt súkkulaði
2 tsk kókosolía
Sjóðið hýðið í safanum, sykri og koníaki uns hýðið er orðið mjúkt.
Bræðið súkkulaðið og olíuna í vatnsbaði og hellið appelsínuleginum saman við.

Tertan sett saman:
Möndlubotn,
helmingur af rjómanum,
marengsbotn,
helmingur af rjómanum
möndlubotn og
súkkulaðihjúpur efst.

👑

Foreldrar Margrétar Þórhildar Danadrottningar, Friðrik 9. og Ingiríður voru konungshjón Danmerkur frá 1947 til 1972.
Ingiríður Danadrottning fæddist 28. mars 1910.

Ingiríður er sænsk prinsessa, dóttir Gústafs Adolfs VI og breskrar konu hans, Margaretu af Connaught. Hún var eina stúlkan í hópi fjögurra bræðra. Ingiríður lést árið 2000.

Í kaffi hjá Ingu Björk

🇩🇰

DANMÖRKTERTURDROTTNINGARROYALMARGRÉT DANADROTTNING

— INGIRÍÐARTERTAN —

🇩🇰

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Um nesti

Maturogdrykkur

Um nesti. Gott og heilsusamlegt er að fara á sunnudögum út úr bænum, og fegurst er náttúra landsins snemma morguns. En þá er nauðsynlegt að hafa fjölfengt nesti með sér til þess að gera daginn sem ánægjulegastan. En þá koma skyldur húsmóðurinnar til greina. Venjulega hafa menn smurt brauð með sér í nesti, en oft er það mismunandi girnilegt eða lostætt, þegar til á að taka. Til þess að gera máltíðina sem mest aðlaðandi, verið þið að hafa með mislitan dúk bréfpentudúka, pappadiska og hnífapör. Þar að auki flöskuopnara, tappatogara og dósahníf, salt og pipar og annað krydd, ef með þarf. Þá kemur maturinn, og hvað eigum við nú að borða?

Brussel vöfflur – brjálæðislega góðar

Brussel vöfflur. Dags daglega er talað um belgískar vöfflur. Í Brussel í vor komumst við að því að mikill munur er á vöfflum í þeirri frægu vöffluborg eftir því hvar þær eru keyptar og hvernig deigið er. Tvær best þekktu vöfflutegundirnar í Belgíu eru ólíkar. Annars vegar er um að ræða Brussel vöfflur og Liege vöfflur. Liege vöfflurnar eru óreglulegar og oft með perlusykri. Deigið er einnig gjörólíkt. Í Brusselvöflurnar er notað bæði lyftiduft og þurrger. Þá gerir sódavatnið þær stökkar. Kannski ekki verra að taka fram að Liege vöfflurnar eru meira street food og hinar kaffihúsa vöfflur.

SaveSaveSaveSave

SaveSave

Bleikt síðdegiskaffiboð Örnu Guðlaugar

Bleikt síðdegiskaffiboð. Það er kunnara en frá þurfi að segja að alvöru tertuboð veita mér gríðarlega ánægju. Arna Guðlaug Einarsdóttir hélt extra fínt síðdegiskaffiboð með bleiku þema fyrir nokkrar vinkonur sínar en þær bjuggu allar í Brussel á sama tíma. Ein tertan var sérstaklega mér til heiðurs með tilheyrandi merkingu sem Hlutprent útbjó listafallegt. Arna tekur að sér að baka og skreyta fyrir fólk, hún er með síðuna Kökukræsingar Örnu.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Matarspjallfundir Alberts og Betu næringarfræðings

Matarspjallfundir Alberts og Betu næringarfræðings. Við Elísabet Reynisdóttir næringarfræðingur eða Beta eins og ég kalla hana erum búin að hittast reglulega frá því í haust með það að markmiði að skoða mataræði mitt og hvort hægt er að gera betur og þá hvernig. Ástæðan fyrir því að ég fór til Betu var ekki það að eitthvað væri að angra mig sérstaklega, heldur meira að mig langaði að gera sjá með aðstoð næringarfræðings hvort ég væri í alvöru að borða hollt og jafnvel gera nokkrar tilraunir. Við tókum þetta skref fyrir skref