Grískt Moussaka

Moussaka balkanlöndin balkanskaginn grikkland hakk eggaldin aubergine eggplant grískur matur béchamel sauce.
Moussaka

Moussaka

Moussaka er ofnréttur í lögum með eggaldini, kjötsósu, parmesan og hvítri sósu. Hann er algengur í Balkanlöndunum, þó að við tengjum hann aðallega við Grikkland. Þessa uppskrift er hægt að setja í 2 eldföst mót.

MOUSSAKAKJÖTEGGALDINGRIKKLAND

.

Moussaka verður til

Moussaka

Eggaldin:
Skerið 3 eggaldin í ½ cm sneiðar að endilöngu, saltið og látið bíða meðan kjötið er steikt. Þurrkið af með pappír og steikið í olíu þar til þau taka lit.

Kjötsósa:
1 tsk smjör
2 laukar, saxaðir
4 hvítlauksgeirar, saxaðir
1 kg nautahakk
salt og pipar
2 msk steinselja
1 tsk Provençal krydd
1 dós tómatsósa
½ b rauðvín
2-3 msk síróp
1 egg, slegið.

Steikið lauk í svolitlu smjöri við meðalhita og bætið hvítlauk í þegar laukurinn er farinn að mýkjast. Setjið hakkið á pönnuna áður en hvítlaukurinn fer að dökkna. Hækkið hitann, saltið og piprið og náið hakkinu vel í sundur með tréspaða, svo að ekki verði kögglar. Kryddið með steinselju, Provençal kryddi, tómatsósu, víni (eða mysu ef vín er ekki til) og sírópi. Látið malla í ½-1 klst, eða lengur eftir smekk. Látið sósuna standa og hrærið egginu saman við þegar hún er orðin volg.

Hvít sósa (béchamel):
½ b smjör
6 msk hveiti
4 b mjólk
salt og hvítur pipar

Bræðið smjör og þeytið hveiti saman við með písk. Hellið volgri mjólk saman við og þeytið áfram þar til sósan þykknar. Saltið og piprið.

Hafið tilbúið:
1 ½ b rifinn parmesan ostur
4 brauðsneiðar, saxaðar

 

Raðað í fat:
– saxað brauð neðst
– þá eggaldin,
– þá kjötsósa,
– þá ½ b Parmesan ostur,
– þá kjötsósa,
– þá ½ b Parmesan ostur,
– þá eggaldin.

Hellið hvítri sósu yfir,
dreifið smá múskati yfir og síðasta ½ bollanum af Parmesan yfir.

Bakið í klukkutíma við 170°C.

Moussaka

MOUSSAKAKJÖTEGGALDINGRIKKLAND

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Karrýsteikt hvítkál

Karrýsteikt hvítkál. Hver man ekki eftir kjötfarsi innpökkuðu í hvítkál? já eða mæjóneslöðrandi hvítkáli með örlitlu af niðursoðnum ávöxtum sem kallað var "hrásalat" Nú er öldin önnur. Það er komið nýtt hvítkál í búðir. Það er kjörið að steikja hvítkál og nota sem meðlæti. Gufusoðið og hrátt hvítkál lækkar kólesteról og getur getur komið í veg fyrir krabbamein í blöðru, ristli og blöðruhálskirtli. Hvítkál inniheldur mikið af K- og C- vítamínum.

Ferskir ætiþistlar

Ferskir ætiþistlar. Ofan á pitsur eru ætiþistlar hreinasta lostæti, það er kannski ekki löng hefð fyrir ferskum ætiþistlum hér á landi. Það er ekki svo flókið að "verka þá". Í hinni ágætu og magnefndu búð Matarbúri Kaju á Óðinsgötu fást ferskir ætiþistlar.