Jógúrtkökur
Herdís frænka mín var með mjúkar bragðgóðar jógúrtkökur með kaffinu ásamt mexíkóbrauðréttinum góða og pönnukökur líka þegar við vorum á Akureyri. Jógúrtkökurnar er auðvelt að útbúa og tekur ekki nema nokkrar mínútur að baka. Kjörið kaffimeðlæti.
— HERDÍS HULDA — MUFFINS — AKUREYRI – ESKIFJÖRÐUR – PÖNNUKÖKUR — MEXÍKÓBRAUÐRÉTTURINN —
.
Jógúrtkökur
5 dl hveiti
3-4 dl sykur
220 g smjörlíki
3 egg
½ tsk natron
½ tsk salt
½ glas vanilludropar
1 plata suðusúkkulaði (saxað)
1 dós kaffijógúrt
Þeyta egg og sykur þar til létt og ljóst, bæta öllu útí, setja í möffins form. Bakað á blæstri v. 180°c í 13-15 mín (þar til gyllt).
— HERDÍS HULDA — MUFFINS — AKUREYRI – ESKIFJÖRÐUR – PÖNNUKÖKUR — MEXÍKÓBRAUÐRÉTTURINN —
— JÓGÚRTKÖKUR —
.