Chow Mein kjúklingur

Chow Mein kjúklingur kína kjúklingur kínverskur matur núðluréttur núðlur hoisinsósa
Chow Mein kjúklingur

Chow Mein kjúklingur

Chicken Chow Mein er núðluréttur sem á rætur sínar að rekja til Kína, hann samanstendur yfirleitt af þunnum eggjanúðlum sem eru steiktar með kjúklingi og grænmeti eins og gulrótum, hvítkáli og lauk. Rétturinn er yfirleitt bragðbætturur með sojasósu og öðrum kryddum, og stundum með hoisinsósu til að bæta bragðið. Þetta er vinsæll réttur í kínverskri matargerð, eins og víðar í Asíu.

KÍNANÚÐLURKJÚKLINGUR

.

Chow Mein kjúklingur

500 g kjúklingabringur, bein- og skinnlausar, skornar í litla bita
3 msk. ólífuolía
350 g Chow Mein núðlur (ósoðnar)
2 b hvítkál fínt skorið í strimla
1 stór gulrót í þunnum skífum
1/2 búnt vorlaukur – í bitum
2 hvítlauksrif

Sósa:

6 msk. ostrusósa
3 msk. sojasósa
3 msk sesam olía
1/2 b kjúklingasoð
1 msk. kartöflumjöl
1 msk. sykur

Hrærið vel saman saman ostrusósu, sykri, sesamolíu, sojasósu, kjúklingasoði og kartöflumjöli. Geymið.

Sjóðið núður eftir leiðbeiningum. Geymið.

Hitið stóra wok pönnu á meðalhita og hellið ólífuolíu á. Þegar olían er heit, steikið kjúkling þar til hann er gullinn. Geymið.

Sejtið gulrætur, kál og marðan hvítlauk á pönnuna, látið malla þar til grænmetið hefur mýkst svolítið.

Setjið kjúklinginn og núðlurnar saman við og hellið sósunni yfir, sjóðið allt saman í 2 mín. Skreytið með fínt skornum vorlauk.

KÍNANÚÐLURKJÚKLINGUR

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.