Chow Mein kjúklingur

Chow Mein kjúklingur kína kjúklingur kínverskur matur núðluréttur núðlur hoisinsósa
Chow Mein kjúklingur

Chow Mein kjúklingur

Chicken Chow Mein er núðluréttur sem á rætur sínar að rekja til Kína, hann samanstendur yfirleitt af þunnum eggjanúðlum sem eru steiktar með kjúklingi og grænmeti eins og gulrótum, hvítkáli og lauk. Rétturinn er yfirleitt bragðbætturur með sojasósu og öðrum kryddum, og stundum með hoisinsósu til að bæta bragðið. Þetta er vinsæll réttur í kínverskri matargerð, eins og víðar í Asíu.

KÍNANÚÐLURKJÚKLINGUR

.

Chow Mein kjúklingur

500 g kjúklingabringur, bein- og skinnlausar, skornar í litla bita
3 msk. ólífuolía
350 g Chow Mein núðlur (ósoðnar)
2 b hvítkál fínt skorið í strimla
1 stór gulrót í þunnum skífum
1/2 búnt vorlaukur – í bitum
2 hvítlauksrif

Sósa:

6 msk. ostrusósa
3 msk. sojasósa
3 msk sesam olía
1/2 b kjúklingasoð
1 msk. kartöflumjöl
1 msk. sykur

Hrærið vel saman saman ostrusósu, sykri, sesamolíu, sojasósu, kjúklingasoði og kartöflumjöli. Geymið.

Sjóðið núður eftir leiðbeiningum. Geymið.

Hitið stóra wok pönnu á meðalhita og hellið ólífuolíu á. Þegar olían er heit, steikið kjúkling þar til hann er gullinn. Geymið.

Sejtið gulrætur, kál og marðan hvítlauk á pönnuna, látið malla þar til grænmetið hefur mýkst svolítið.

Setjið kjúklinginn og núðlurnar saman við og hellið sósunni yfir, sjóðið allt saman í 2 mín. Skreytið með fínt skornum vorlauk.

KÍNANÚÐLURKJÚKLINGUR

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Bankabyggsalat með pestói og sólþurrkuðum tómötum

Bankabyggsalat. Það er gráupplagt að nota bankabygg í salat. Sólrún riggaði upp fjölbreyttu hlaðborði um daginn, þar var m.a. boðið upp á þetta undursamlega góða salat. Eins og oft áður hjá henni átum við yfir okkur....

Tíramisú trufflur

Tíramisú trufflur. Jæja gott fólk, haldið ykkur nú fast, þessar trufflur ertu gjörsamlega óborganlega góðar. Sleppið megruninni og drífið í að útbúa Tiramisútrufflur.