Saumaklúbburinn Vinátta ’63

 

Saumaklúbbsdömurnar Kristín Albertsdóttir, Hildur Hjaltadóttir,Stefanía Finnbogadóttir, Helena Stefánsdóttir og Helga Jóna Óðinsdóttir. fáskrúðsfjörður saumaklúbbur kjúklingasalat aspas
Saumaklúbbsdömurnar Kristín Albertsdóttir, Elva Hildur Hjaltadóttir, Stefanía Finnbogadóttir, Helena Stefánsdóttir og Helga Jóna Óðinsdóttir. Myndir Vilborg Eiríksdóttir.

Saumaklúbburinn Vinátta ’63

Fyrir tíu árum nefndi ég við nokkrar Fáskrúðsfjarðardömur hvort þær vildu hittast og gera eitthvað skemmtilegt fyrir blað Franskra daga, þær voru nú heldur betur til í það og stofnuðu saumaklúbb – segja að ég sé verndari klúbbsins 🙂 Síðan þá hafa þær hist reglulega og gert sér glaðan dag. Vorhittingurinn að þessu sinni var hjá Stefaníu sem sá um veitingarnar.

SAUMAKLÚBBARFÁSKRÚÐSFJÖRÐURASPASSALÖTKJÚKLINGASALÖTBLÖÐ FRANSKRA DAGA

.

Boðið var upp á kampavín í upphafi til að skála fyrir vináttu hópsins og tíu árum frá því að hópurinn tók upp þráðinn og fór að hittast reglulega.
Saumapokann sem Helena gerði í handavinnu hjá Guðrúnu í Miðgarði árið 1974 tekur hún með í hvert sinn sem hópurinn hittist.
Kampavíni hellt í glösin.

 

Í forrétt var aspas með rifnum gráðosti og örlitlu salti stráð yfir. Bakað við 200 gráður í ca 15 – 20 mín
Sumarlegt kjúklingasalat

Sumarlegt kjúklingasalat

Kjúklingabringur steiktar í ofni og kryddaðar með uppáhalds kryddinu og kældar og brytjaður í þægilega munnbita. Grænt blandað salat, rauð paprika, gúrka, melóna, jarðarber, bláber og ristaðar furuhnetur. Í þetta salat er hægt að nota hvað sem er. Kjúklingurinn settur út í salatið.

Sinnepssósa (slummpið bara í og smakkið til):
Grísk jógúrt
Vegan majónes sem mér finnst létt og þægilegt
Mango chutny
Dijon sinnep
smá hunang
smá karrý
einnig gott að setja smá soya sósu (teskeið)
Blandið öllu saman og látið standa í a.m.k. klukkustund áður en það er borið fram með salatinu.

Kókosskyr með sítrónuþykkni

Kókosskyr með sítrónuþykkni

Í eftirrétt notaði ég kókosskyr og gríska jógúrt, sett i skál og hrært saman og sett í desertskálar.
Yfir þetta setti ég sítrónuþykkni en þessa uppskrift sendi Ingibjörg Sigurbjörnsdóttir frænka mín mér, þetta er mjög ferskt og sumarlegt og lítið mál að gera.

Sítrónuþykkni:
250 gr sykur
125 gr smjör
Riftið hýði og safi úr tveimur stórum sítrónum
3 egg.
Hita saman í potti smjör, sykur og safa og hýði úr sítrónu þar til það er bráðið. Slá eggin í sundur og bætið í hræruna. Hitið við vægan hita þar til fer að þykkna, hrærið allan tímann. má ekki hitna um of, þá aðskilst hræran. Sett í krukkur og kælt, þetta geymist í nokkrar vikur á köldum stað. Sett yfir skyrið og skreytt með hindberjasósu frá mömmu en berin tínir hún í Hallormsstaðaskógi.

SAUMAKLÚBBARFÁSKRÚÐSFJÖRÐURASPASSALÖTKJÚKLINGASALÖTBLÖÐ FRANSKRA DAGA

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.