Súr-sætt rauðkál
Oft er einfaldleikinn bestur, það á við um þetta stórgóða súrkál sem Þóra Björk Nikulásdóttir á Stöðvarfirði útbjó – ekkert of og ekkert van. Súper-gott rauðkál
— RAUÐKÁL — MEÐLÆTI — ÞÓRA BJÖRK — STÖÐVARFJÖRÐUR — JÓLIN —
.

Súr-sætt rauðkál
1 rauðkálshöfuð, u.þ.b. 1 kg
2 dl edik (eða tæplega)
2 dl vatn
400 g sykur
1 msk salt
Skerið rauðkálið smátt eða setjið grænmetiskvörn.
Setjið allt í pott og látið sjóða við vægan hita í eina klst.
Hrærið í öðru hvoru.
Setjið heitt í krukkur og látið vera fleytifullar.
Lokið og geymið á svölum stað.

— RAUÐKÁL — MEÐLÆTI — ÞÓRA BJÖRK — STÖÐVARFJÖRÐUR — JÓLIN —
.