Súr-sætt rauðkál

Súr-sætt rauðkál

Oft er einfaldleikinn bestur, það á við um þetta stórgóða súrkál sem Þóra Björk Nikulásdóttir á Stöðvarfirði útbjó – ekkert of og ekkert van. Súper-gott rauðkál

RAUÐKÁLMEÐLÆTIÞÓRA BJÖRKSTÖÐVARFJÖRÐURJÓLIN

.

Þóra Björk hrærir í rauðkálinu 

Súr-sætt rauðkál

1 rauðkálshöfuð, u.þ.b. 1 kg
2 dl edik (eða tæplega)
2 dl vatn
400 g sykur
1 msk salt

Skerið rauðkálið smátt eða setjið grænmetiskvörn.
Setjið allt í pott og látið sjóða við vægan hita í eina klst.
Hrærið í öðru hvoru.

Setjið heitt í krukkur og látið vera fleytifullar.
Lokið og geymið á svölum stað.

Rauðkál

RAUÐKÁLMEÐLÆTIÞÓRA BJÖRKSTÖÐVARFJÖRÐURJÓLIN

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Brauðsúpa – rúgbrauðssúpa

Rúgbrauðssúpa

Brauðsúpa - rúgbrauðssúpa. Uppáhaldssúpur mínar á bernskuárunum voru lúðusúpa og rúgbrauðssúpa. Til að rifja upp sæluminningar tengdar rúgbrauðssúpunni fékk ég uppskriftina hjá mömmu og er hún hér lítillega breytt.

Karamelluterta með rifsberjum

Karamelluterta með rifsberjum. Norðfirðingurinn Guðrún Kristín Einarsdóttir sem flestir þekkja sem Gunnu Stínu, bauð okkur Bergþóri í kaffi í dag. Við skelltum okkur í sund áður og mættum banhungraðir í sunnudagskaffið. Dásamlega notalegt :)

SaveSave

SaveSave