
Kókosterta
Það sem ég er hrifinn af kókostertum, stökkar að utan, mjúkar að innan og með þessu undurgóða súkkulaðieggjarauðukremi.
— KÓKOSTERTUR — KÓKOSMJÖL — TERTUR —
.
Kókosterta
Botn:
4 eggjahvítur
200 g sykur
200 g kókosmjöl
Þeytið egg og sykur mjög vel. Hellið kókosmjölinu út í og blandið létt saman við. Bakið við 170°C í 40 mín.
Krem:
4 eggjarauður
60 g flórsykur
50 g smjör
100 g suðusúkkulaði
Þeytið rauður og flórsykur vel. Brætt smjör og súkkulaði saman í skál sem er sett í sjóðandi vatn og blandið saman við rauðurnar. Látið standa í 10 mín og þá skellt á tertuna.
Smá advanced: Setjið tertuna aftur í formið, bökunarpappír allan hringinn (stendur upp úr), klemmið hliðarnar að. Búið til ís (þeyttar rauður, flórsykur og rjómi), smyrjið ofan á og frystið. Tekin út nokkru áður en á að borða hana.
— KÓKOSTERTUR — KÓKOSMJÖL — TERTUR —
.

