Kókosterta

0
Kókosterta
Auglýsing
Kókosterta kókoskaka terta með kókosmjöli súkkulaðikrem á tertu Konfektterta
Kókosterta

Kókosterta

Það sem ég er hrifinn af kókostertum, stökkar að utan, mjúkar að innan og með þessu undurgóða súkkulaðieggjarauðukremi. Þessi terta gengur undir ýmsum nöfnum, meðal annars Konfektterta SJÁ HÉR.

KÓKOSTERTURKÓKOSMJÖLTERTURKONFEKTTERTUR

Auglýsing

.

Kókosterta

Botn:
4 eggjahvítur
200 g sykur
200 g kókosmjöl

Þeytið egg og sykur mjög vel. Hellið kókosmjölinu út í og blandið létt saman við. Bakið við 170°C í 40 mín.

Krem:
4 eggjarauður
60 g flórsykur
50 g smjör
100 g suðusúkkulaði

Þeytið rauður og flórsykur vel. Brætt smjör og súkkulaði saman í skál sem er sett í sjóðandi vatn og blandið saman við rauðurnar. Látið standa í 10 mín og þá skellt á tertuna.

Smá advanced: Setjið tertuna aftur í formið, bökunarpappír allan hringinn (stendur upp úr), klemmið hliðarnar að. Búið til ís (þeyttar rauður, flórsykur og rjómi), smyrjið ofan á og frystið. Tekin út nokkru áður en á að borða hana.

KÓKOSTERTURKÓKOSMJÖLTERTURKONFEKTTERTUR

.

Fyrri færslaÁ vængjum vínsins – matarklúbbur
Næsta færslaStrange Skov – maðurinn sem fann heilsuna í eldhúsinu