Ítalskt bananabrauð

Ítalskt bananabrauð Nigella Lawson ítalía brauð bananar kynþokkafull kynþokki ítalskur matur brauð
Ítalskt bananabrauð

Ítalskt bananabrauð

Vinkona mín, hin kynþokkafulla Nigella var að gefa út nýja bók, Nigellissima. Þar er hún með ítalskar uppskriftir og fer mikinn. Þáttasería þar sem hún eldar upp úr þessari bók er nýbyrjuð í Englandi. Þetta girnilega bananabrauð eru úr nýju bókinni hennar – ótrúlega gott að smyrja sneiðarnar með mascarpone og strá kanil yfir. Legg ekki meira á ykkur, drífið ykkur að baka.

🍌

— ÍTALÍABANANABRAUР— NIGELLAKYNÞOKKIENGLAND

🍌

Ítalskt bananabrauð

150 ml ólífuolía
3 bananar
2 tsk vanilluextract
1/3 tsk salt
2 egg
130 g sykur
1 1/2 b hveiti
1/2 tsk matarsódi
4 tsk instant espressó kaffiduft (Neskaffi)

Maukið saman bananana með gaffli, bætið við vanillu, olíu og salti. Bætið við eggjunum og loks sykrinum – hrærið vel með sleif. Bætið við þetta hveiti, matarsóda og kaffidufti. Blandið vel saman og bakið í smurðu jólakökuformi í 40 mín við 170°

Smyrjið sneiðarnar með maskarpone og stráið yfir kanil.

Það má líka baka múffur úr þessu deigi. Það dugar í ca 12 múffur, bakið þær í um 20 mín við 200°C.

🍌

Ítalskt bananabrauð
Ítalskt bananabrauð

 

Ítalskt bananabrauð
Nigella

🍌

— ÍTALÍABANANABRAUР— NIGELLAKYNÞOKKIENGLAND

— ÍTALSKT BANANABRAUÐ —

🍌

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Blóðnasir hættu eftir að mataræði var tekið í gegn

Blóðnasir

BLÓÐNASIR. Allar götur síðan ég man eftir mér hef ég fengið blóðnasir að minnsta tilefni. Mjög oft hefur verið brennt fyrir en ekkert breyttist við það. U.þ.b. þremur vikum eftir að við gerðumst grænmetisætur hætti ég að fá blóðnasir og hef ekki fengið síðan.

Bláber eru með hollustu fæðutegundum

blaber

Bláber. Sífellt fleiri rannsóknir styðja mátt andoxunarefna í líkamanum. Nú síðast gerði matvælafræðinemi í South Dakota State University, Marin Plumb, rannsóknir á bláberjum. Hún komst að því að bláber halda næringargildi sínu jafnvel eftir sex mánuði í frysti. Marin mældi andoxunarefni í bláberjum sem höfðu verið frosin í einn, þrjá og fimm mánuði. Ekki aðeins hélst næringargildið, en að auki jókst þéttni anthocyanins.

Fyrri færsla
Næsta færsla