Ítalskt bananabrauð

Ítalskt bananabrauð Nigella Lawson ítalía brauð bananar kynþokkafull kynþokki ítalskur matur brauð
Ítalskt bananabrauð

Ítalskt bananabrauð

Vinkona mín, hin kynþokkafulla Nigella var að gefa út nýja bók, Nigellissima. Þar er hún með ítalskar uppskriftir og fer mikinn. Þáttasería þar sem hún eldar upp úr þessari bók er nýbyrjuð í Englandi. Þetta girnilega bananabrauð eru úr nýju bókinni hennar – ótrúlega gott að smyrja sneiðarnar með mascarpone og strá kanil yfir. Legg ekki meira á ykkur, drífið ykkur að baka.

🍌

— ÍTALÍABANANABRAUР— NIGELLAKYNÞOKKIENGLAND

🍌

Ítalskt bananabrauð

150 ml ólífuolía
3 bananar
2 tsk vanilluextract
1/3 tsk salt
2 egg
130 g sykur
1 1/2 b hveiti
1/2 tsk matarsódi
4 tsk instant espressó kaffiduft (Neskaffi)

Maukið saman bananana með gaffli, bætið við vanillu, olíu og salti. Bætið við eggjunum og loks sykrinum – hrærið vel með sleif. Bætið við þetta hveiti, matarsóda og kaffidufti. Blandið vel saman og bakið í smurðu jólakökuformi í 40 mín við 170°

Smyrjið sneiðarnar með maskarpone og stráið yfir kanil.

Það má líka baka múffur úr þessu deigi. Það dugar í ca 12 múffur, bakið þær í um 20 mín við 200°C.

🍌

Ítalskt bananabrauð
Ítalskt bananabrauð

 

Ítalskt bananabrauð
Nigella

🍌

— ÍTALÍABANANABRAUР— NIGELLAKYNÞOKKIENGLAND

— ÍTALSKT BANANABRAUÐ —

🍌

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Matarspjallfundir Alberts og Betu næringarfræðings

Matarspjallfundir Alberts og Betu næringarfræðings. Við Elísabet Reynisdóttir næringarfræðingur eða Beta eins og ég kalla hana erum búin að hittast reglulega frá því í haust með það að markmiði að skoða mataræði mitt og hvort hægt er að gera betur og þá hvernig. Ástæðan fyrir því að ég fór til Betu var ekki það að eitthvað væri að angra mig sérstaklega, heldur meira að mig langaði að gera sjá með aðstoð næringarfræðings hvort ég væri í alvöru að borða hollt og jafnvel gera nokkrar tilraunir. Við tókum þetta skref fyrir skref

Fyrri færsla
Næsta færsla