Auglýsing
Kaffiveisla hjá kvenfélögunum í Eyjafjarðarsveit Kornflexterta terta kaka jarðarber súkkulaðikrem rjómi
Kornflexterta

Kornflexterta – klárlega ein sú besta

— TERTUUPPSKRIFTIR — KORNFLEXAKUREYRI

.

Kornflexterta

4-5 eggjahvítur
2 b flórsykur
1 b kókosmjöl
4 b kornflex
Stífþeytið eggjahvítur og flórsykur. Bætið við kókosmjöli og kornflexi.
Bakið í tveimur kringlóttum formum – á 130°C í um 3 klst

á milli
1/2 l rjómi
1/2 ds perur
Stífþeytið rjómann, saxið perurnar og bætið þeim saman við.

Krem ofan á kökuna
4-5 eggjarauður
60 g flórsykur
100 g suðusúkkulaði – brætt í vatnsbaði
50 g lint smjörlíki eða smjör
Hrærið saman smjörlíki og flórsykri. Bætið eggjarauðum saman við og þeytið áfram. Að síðustu fer súkkulaðið saman við.

Setjið annan botninn á tertudisk. Dreifið úr perurjómanum yfir og setjið hinn botninn ofan á. Dreifið úr súkkulaðikreminu yfir og skreytið með jarðarberjum

Kornflekstertan var á boðstólnum í kaffiveislu kvenfélaganna í Eyjafjarðarsveit.

— TERTUUPPSKRIFTIR — KORNFLEXAKUREYRI

.

Kaffiveisla hjá kvenfélögunum í Eyjafjarðarsveit
Kaffiveisla hjá kvenfélögunum í Eyjafjarðarsveit
Auglýsing