Auglýsing
Raspterta rjómaterta rasp raspur terta bananar Guja Begga Edda Esther Hermannsdóttir, já rasptertan góða guðríður bergkvistsdóttir fáskrúðsfjörður
Rasptertan góða

Raspterta. Já, raspterta!

ég bragðaði Raspertu í fyrsta skipti í afmæli Eddu frænku minnar þegar ég var ca níu ára. Á þeim árum var ég bæði feiminn og óframfærinn og þorði ekki fyrir mitt litla líf að biðja um uppskrift og bað því mömmu um að fá uppskriftina hjá Þóru, mömmu Eddu. Allar götu síðan hefur raspterta verið í miklu uppáhaldi hjá mér. Á meðan ég skrifaði í Gestgjafann fékk ég Guju Begga (sem flestir Austfirðingar þekkja) til að baka tertuna og svo borðaði ég hana næstum því alla sjálfur…

.

 TERTUR FÁSKRÚÐSFJÖRÐURGUJA BEGGARASPESTHER HERMANNS

.

Annars er ég alveg steinhættur að útbúa dísæt glassúrkrem (en læt þó uppskriftina fylgja með), það er mun betra að bræða súkkulaði og bæta við matarolíu.

-Kona ein fyrir austan mun hafa sett saxaðar döðlur í botninn, ég prófa það næst 🙂

RASPTERTAN GÓÐA

4 eggjarauður
3/4 b sykur
1 1/2 b gyllt rasp (Paxo)
2 msk brætt smjör
2 stk lyftiduft
1 tsk vanilludropar
1/2 salt
3 msk kalt vatn

4 eggjahvítur

2 pelar rjómi
2 bananar

Þeytið vel saman eggjarauður og sykur blandið vatni saman við.  Setjið rasp, lyftiduft, vanilludropa, salt og smjör saman við og hrærið áfram um stund. Stífþeytið eggjahvítur og blandið þeim varlega saman við.

Setjið í tvö 20 cm smurð form. Bakið í ca 15-20 mín við 200 gr (eða þangað til botnarnir eru gylltir af ofan).

Látið botnana kólna. Stífþeytið rjómann, geymið ca helminginn af honum til að skreyta hliðarnar með. Setjið hluta af rjómanum sem er eftir á annan botninn. Skerið bananana í þunnar sneiðar og raðið ofan á rjómann. Setjið þá rjóma ofan á bananana og loks hinn botninn.

Hvort viltu krem eða súkkulaðiglassúr á tertuna ?

Krem

150 g gott dökkt súkkulaði
2 msk góð matarolía
Setjið saman í glerskál og bræðið við lágan hita í vatnsbaði. Hellið yfir tertuna.

Súkkulaðiglassúr

100 gr flórsykur
1 msk smjör
1 msk kakó
smá salt
vanilludropar
2-3 msk heitt kaffi

Blandið öllu saman og smyrjið yfir kökuna

Sprautið afgangnum af þeytta rjómanum á hliðarnar.

Hermann steinsson, Þóra kristjánsdóttir, Esther
Þóra og Hermann með Esther
Raspterta
RASPTERTAN GÓÐA

.

 TERTUR FÁSKRÚÐSFJÖRÐURGUJA BEGGARASPESTHER HERMANNS

— RASPTERTAN GÓÐA —

.

Auglýsing

9 athugasemdir

 1. …Já þessi er gömul og góð…er líka löngu hætt að nota glassúr…alltaf suðusúkkulaði og smá skvetta af olíu til að betur gangi að skera. Nota jarðarber í rjómann…hef reyndar alltaf gert það, fyrst voru þau niðursoðin úr dós..( auðvitað)..en alltaf fersk í seinni tíð……þessi terta klikkar aldrei….takk fyrir skemmtileg og mjög fróðleg skrif Albert…..;)

 2. […] Alberti matgæðingi ættu allir að prófa sem hafa gaman af tertubakstri.  Á síðu Alberts  http://www.alberteldar.com  er að finna margar frábærar uppskriftir eins og […]

 3. Alltaf döðlur í minni uppskrift, jarðarber og rjómi à milli. Takk fyrir fràbæra heimasíðu ????

 4. Var alltaf heima hjá mer og þa var sett karmellukrem rosalega gott á rasptertuna

 5. Það eru döðlur og súkkulaðispænir í rjómanum sem er á milli. Set rjóma ofaná og smá súkkulaðispænir yfir. Og uppskriftin aðeins öðruvísi.

 6. Mamma mín setti epla mauk og rjoma saman á milli laga. Sjuklega gott í minningunni.
  Kærleikskveðja
  Villa

 7. Elsku Albert! Er ekki alveg að koma tími á uppskriftabók?
  Kveðja,
  Katrín.

Comments are closed.