Auglýsing
Kókosköku- uppskrift múttu Kókoskaka, sveinbjörg Þórhallsdóttir, Grand Marnier, makkarónur, föstudagskaffið, kókos, terta
Kókosköku- uppskrift múttu

Kókosköku- uppskrift múttu!

Enn einn föstudagskaffiglaðningurinn. Sveinbjörg bakaði tertu úr uppskriftasafni ömmu sinnar. Það þarf nú varla að taka það fram að tertan var borðuð upp til agna (af mikilli áfergju).

.

Auglýsing

SVEINBJÖRGGRAND MARNIERJARÐARBERKÓKOSTERTAFÖSTUDAGSKAFFI

.

 Kókosköku- uppskrift múttu

Botnar:
4 eggjahvítur
1 bolli sykur
2 bollar kókosmjöl
100 g brytjað dökkt súkkulaði

Á milli:
1 peli rjómi
250 g fersk jarðarber
15 makkarónur
Grand Marnier

Þeytið vel saman eggjahvítum og sykri vel saman. Blandið kókosmjöli og súkkulaði varlega saman við. Setjið í 2 form bakið við 150 gr í ca 30 mín. kælið

Setjið annan botninn á tertudisk. Þeytið rjómann, skerið jarðarberin gróft og blandið þeim saman við – dreifið yfir botninn. Vætið makkarónukökurnar í Grandi og leggið ofan á. Setjið loks hinn botninn yfir. Látið tertuna standa í ísskáp í nokkrar klukkutíma áður en hún er borin fram.

SVEINBJÖRGGRAND MARNIERJARÐARBERKÓKOSTERTAFÖSTUDAGSKAFFI

— KÓKOSKÖKU – UPPSKRIFT MÖMMU —

1 athugasemd

  1. Þessi er líka rosaleg góð með rabbabararjóma á milli:

    ca. 600 gr. rabbabari og vanillusykur bakaður í ofni í klukkustund, álpappír yfir.

    Sett í sigti og rabbabarinn kældur og maukaður í sigtinu með gafli.

    Blandað við þeyttan rjóma þegar rabbabarinn er kaldur og búið að leka úr honum vökvinn.

    kv.Ólöf

Comments are closed.