Amerísk Ritz-kex saltkaramellukaka

0
Amerísk Ritz-kex saltkaramellukaka,-einföld og öðruvísi
Amerísk Ritz-kex saltkaramellukaka,-einföld og öðruvísi
Auglýsing
Inga eydal akureyri karamella karamellu ostakaka ritzkex ritz kex kaffimeðlæti ostaköku þarf ekki að baka Amerísk Ritz-kex saltkaramellukaka,-einföld og öðruvísi saltkaramella
Amerísk Ritz-kex saltkaramellukaka,-einföld og öðruvísi

Amerísk Ritz-kex saltkaramellukaka,-einföld og öðruvísi

Amerískar uppskriftir gera oft út á einfaldleikann. Svona kökur sem ekki þurfa bakstur eru þægilegar, góðar og ferskar. Í USA eru þær kallaðar “Icebox Cakes” enda eru þær bestar ef þær fá að hvíla vel í ísskápnum áður en þeirra er neytt. „Þessa fann ég á netinu en hún líkar mjög vel hjá mínu fólki.” segir Inga D. Eydal á Akureyri sem bauð mér í kaffi.

RITZ KEXOSTAKÖKUR — AKUREYRI — INGA EYDAL KARAMELLU…

Auglýsing

.

Í kaffi hjá Ingu Eydal

Amerísk Ritz-kex saltkaramellukaka,-einföld og öðruvísi

2 (225 g) pakkningar af rjómaosti, mjúkum (Philadelphia)

1 bolli (2.36 dl) rjómi

1 bolli flórsykur

1 teskeið vanilludropar

1 bolli saltkaramellusósa (keypt eða heimagerð)

C.a.hálfur pakki Ritz-kex (um það bil 48 kex).

Blandið saman mjúkum rjómaosti, rjóma, sykri og vanillu.
Þeytið vel þar til blandan er mjúk og vel blönduð.
Leggið 1/3 af Ritz-kexinu á botninn á smurðu 20×20 cm bökuformi.
Setjið 1/3 af rjómaostablöndunni yfir.
Dreypið 1/3 af karamellusósunni yfir.
Endurtakið þetta tvisvar í viðbót þar til öll hráefnin eru notuð.
Vel er hægt að hafa lögin færri í stærra formi.
Hyljið formið með plastfilmu og kælið kökuna í að minnsta kosti 4 klukkustundir, eða helst yfir nótt. Þetta gerir kexið mjúkt og ólík brögð blandast saman í eitt magnað bragð.

Rétt fyrir framreiðslu má skreyta kökuna með meiri saltkaramellusósu, þeyttum rjóma eða muldu Ritz-kexi, ef vill.

Amerísk Ritz-kex saltkaramellukaka,-einföld og öðruvísi

RITZ KEXOSTAKÖKUR — AKUREYRI — INGA EYDAL KARAMELLU…

.

Fyrri færslaKransakaka