Auglýsing
Sigurður Helgi Pálmason SIGGI PÁLMA FASTA MEGRUN FASTING
Sigurður Helgi Pálmason

Sigurður Helgi Pálmason, Siggi Pálma, birti færslu sem vakið hefur mikla athygli. Hann veitti góðfúslegt leyfi fyrir endurbirtingu hér:

1. janúar árið 2018 vaknaði ég uppgefinn á líkama og sál. Ég fann að ekkert við þetta sjálfskapaða ástand mitt væri eðlilegt. Líkami minn var hreinlega að gefast upp á ofáti. Ég var þrútinn, bólginn og aumur og það versta, mjög leiður. Ég hafði ekki þorað að stíga á vigtina í marga mánuði og fékk nett áfall þegar ég sá að ég var orðinn 116.2 kíló. Á því augnabliki ákvað ég að nú væri nóg komið, þessu yrði ég að breyta. Ég fór að lesa mig til um þær leiðir sem eru í boði og vildi finna eitthvað sem ég taldi að ég gæti unnið með, engar skyndilausnir, og helst ekki að taka neinn mat út. Bæta, laga og framkvæma. Á endanum ákvað ég að byrja að fasta (intermittent fasting) fyrir ykkur sem vilja skoða þá aðferð þá eru griðarlega miklar upplýsingar um þessa aðferð á netinu. Hjá mér gengur þetta út á að borða ekkert fyrir kl 12 og ekki eftir kl 19. Ég minnkaði skammta, tók út allt gos og reyndi að taka út allan viðbættan sykur – bætti við vítamínum og lýsi eftir minni. Það sem hefur hjálpað mér að halda fókus er að stíga á vigtina á hverjum degi. Það geri ég til að minna mig á verkefni dagsins og að ég sjái hvernig líkami minn bregst við mat og aðstæðum.

Í morgun steig ég á vigtina og sá þá tölu sem ég hef stefnt að í tvö og hálft ár. Mér hefur tekist að ná af mér rúm 36 kíló og er nú kominn undir 80 kíló.

Og nú ætla ég að sýna ykkur fyrir og eftir mynd. Ég bið alla þá sem sáu myndina áður en þið gátuð lesið textann afsökunar. Fyrri myndina tók ég í janúar 2018 og þessa síðari í síðustu viku.

Mig langar að árrétta að ég trúi svo sannarlega að við höfum öll rétt á því að lifa okkar lífi eftir því hvað við teljum vera okkur fyrir bestu. Ég kaus þessa breytingu af því að mér leið illa og ég vildi fjárfesta í sjálfum mér.

Siggi

FASTASIGGI PÁLMA

— ÚR OFÁTI Í FÖSTU —

.

Auglýsing