Auglýsing
 Bláberja- og rabarbarasulta bláberjasulta sulta KAFFIBOÐ kaffiveisla Gerbollur Hjördísar Rækjusalat Hjördísar Smjördeigsstangir Pönnukökur Hjördísar skúffukaka akureyri hjördís rut jónasdóttir
Hallur, Hjördís Rut, Albert og Bergþór

Kaffiboð hjá Hjördísi Rut

Góðvinkona síðunnar Hjördís Rut Jónasdóttir bauð í kaffi á Akureyri. Eins og við var að búast var kaffimeðlæti hvert öðru betra og við alsælir (sem aldrei fyrr).

AKUREYRIHJÖRDÍS RUTKAFFIBOÐPÖNNUKÖKURSULTURSALÖT

.

Skúffukaka

Skúffukaka

2 b hveiti
1 tsk lyftiduft
1/2 tsk matarsódi
1 tsk salt
1 1/3 b sykur
1/2 b matarolía
2/3 b mjólk
1 tsk vanilludropar
4 msk kakó
2 egg

Hrærið öllu vel saman. Setjið í tvö smurð hringform.

Bakið við 180°C í u.þ.b. 20 mín.

Smyrjið þunnu lagi af rabarbarasultu á botninn. Glassúr yfir*

Stráið kókosmjöli yfir.

*Glassúr
2 b flórsykur
2 msk kakó
4-5 msk sjóðandi vatn

Pönnukökur Hjördísar

Pönnukökur Hjördísar

500 g hveiti
2 tsk lyftiduft
1 tsk matarsódi
1 tsk salt
1,4 – 1,5 l mjólk
1 dl matarolía
1 tsk vanilludropar
4 egg

Setjið allt í skál og þeytið vel saman.
Best er að sykra jafnóðum og rúlla upp.

Helga Sig hafði ekki vanilludropa, ég bætti þeim við.

Smjördeigsstangir

Smjördeigsstangir

Frosið smjördeig frá Findus
2 egg
1 tsk timian
Látið smjördeigið þiðna.
Þeytið eggin og bætið timiani saman við.

Stráið hveiti á borð og fletjið plöturnar þunnt úr.
Pikkið í með gaffli.
Smyrjið eggi yfir.
Stráið sesamfræjum og maldonsalti yfir.
Skerið í lengjur (ca 10 cm)

Bakið við 180°C þar til stangirnar eru fallegar á litinn.

Rækjusalat Hjördísar

Rækjusalat Hjördísar

400 g rækjur (lúxus)
sítrónusafi
5 harðsoðin egg
salt
1 1/2 b mæjónes
2 msk sýrður rjómi
1/2 tsk sítrónupipar frá Prima
1 tsk hunangs Dijon
smá dill

Setjið rækjur í skál, kreistið sítrónu yfir. Skerið eggin smátt og bætið við ásamt öllu hinu. Hrærið vel saman.

Gerbollur Hjördísar

Gerbollur Hjördísar

1/2 l volgt vatn
2 pk þurrger
2 msk sykur
2 tsk salt
1 dl matarolía

Pískið létt saman

3 msk hveitiklíð
3 msk hörfræ
3 msk kúmenfræ
3 msk sesamfræ

Bætt út í og léttþeytt.

14 dl hveiti (780 g) bætt saman við og hnoðað. Setjið aftur í skálina, stykki yfir og látið hefast á hlýjum stað í 1 klst. gjarnan upp við ofn.
Hnoðið vel og búið til bollur á stærð við golfkúlur. Setjið á smurða plötu eða bökunarpappír og látið hefast í 30 mín.
Penslið bollurnar með þeyttu eggi, rifinn ostur og sesamfræ sett ofan á.
Bakið við 180°C.
Ef fræjum er sleppt má nota deigið í pitsudeig, pitsusnúða eða kanelsnúða.

Bláberja- og rabarbarasulta

1 kg bláber
1 kg rabarbari skorinn í kubba
1 – 1 1/1 kg hrásykur (smakka til, ber eru missæt)

Sjóðið bláber og rabarbara í u.þ.b. 30 mín. Hrærið oft svo að brenni ekki við.
Setjið í matvinnsluvél eða maukið með töfrasprota.
Setjið aftur í pottinn.
Bætið í 1 kanelstöng og sykrinum.
Sjóðið í 30 mín án loks.
Setjið í soðnar krukkur og geymið í ísskáp.

 

 

Bláberjasulta Hjördísar

1 kg bláber (villt eða frosin)
500 g hrásykur (smakka til)
1 kanelstöng
e.t.v. smá vatn
1-2 tsk sítrónusafi.

Sjóðið ber og kanelstöng í u.þ.b. 30 mín.
Bætið saman við sykri og sítrónusafa ásamt vatni ef þörf er á því.
Stappið berin lauslega með kartöflustöppu.
Sjóðið áfram í u.þ.b. 30 mín.
Setjið á soðnar krukkur og geymið í ísskáp.

.

AKUREYRIHJÖRDÍS RUTKAFFIBOÐPÖNNUKÖKURSULTURSALÖT

KAFFIVEISLA HJÁ HJÖRDÍSI

.

Auglýsing