Auglýsing
Gamaldags kryddkaka sumarbúðir í Kaldársel Halldóra Lára Norsk tekaka Halldóra Lára Ásgeirsdóttir NOREGUR
Albert og Halldóra Lára

Norsk tekaka og gamaldags kryddkaka

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir sagði mér frá köku sem var ætíð bökuð í sumarbúðunum í Kaldársseli þegar hún vann þar. „Hún heitir Norsk tekaka. Ekki veit ég afhverju tekaka, því það er ekki te í henni. En sagan á bak við þessa uppskrift er sú að ég vann í eldhúsinu í sumarbúðunum í Kaldárseli þegar ég var yngri og þar var ekkert rafmagn, og allt eldað á gasi á þeim árum. Allur bakstur var því handhrærður. Við fundum við þessa kökuuppskrift í norskri köku bók. Og það fyndna er að allir elskuðu hana. Þess vegna baka ég hana enn þann dag í dag. Mér finnst í fínu lagi að aðrir njóti með.”

.

Auglýsing

NOREGURTERTURKAFFIMEÐLÆTIKAFFIBOÐ

.

Gamaldags kryddkaka

Gamaldags kryddkaka

250 g hveiti
125 g sykur
75 g smjörlíki
1 dl síróp
1 egg
1 tsk kanill
1 tsk negull
1 tsk engifer
1 tsk natrón
1 d. súrmjólk.

Hrærið öllu vel saman, setjið í tvo botna og bakið við 200°C í um 20 mín.

Kremið:
100 g smjörlíki
100 g flórsykur
1 eggjarauða
1 tsk vanilludropar
Annar botninn settur á tertudisk, kreminu smurt á og hinn settur yfir.

Norsk tekaka

Norsk tekaka

200 g smjörlíki (eða smjör) best að láta það linast
2 egg
200 g sykur
2 tsk lyftiduft
kókósmjöl eftir smekk,(ég set bara slatta)
200 g hveiti
Salt á hnífsodd (eða bara slatta)
Sett í kringlótt form og bakað í 20 mín.
Krem:
200 g flórsykur
2 msk kakó
Kaffi blandað við og hrært með matskeið af smjöri eða smjörlíki.
Skreytt með kókósmjöli.

Norsk tekaka

.

NOREGURTERTURKAFFIMEÐLÆTIKAFFIBOÐ

— NORSK TEKAKA OG GAMALDAGS KRYDDKAKA —

.