Norsk tekaka og gamaldags kryddkaka

Gamaldags kryddkaka sumarbúðir í Kaldársel Halldóra Lára Norsk tekaka Halldóra Lára Ásgeirsdóttir NOREGUR
Albert og Halldóra Lára

Norsk tekaka og gamaldags kryddkaka

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir sagði mér frá köku sem var ætíð bökuð í sumarbúðunum í Kaldársseli þegar hún vann þar. „Hún heitir Norsk tekaka. Ekki veit ég afhverju tekaka, því það er ekki te í henni. En sagan á bak við þessa uppskrift er sú að ég vann í eldhúsinu í sumarbúðunum í Kaldárseli þegar ég var yngri og þar var ekkert rafmagn, og allt eldað á gasi á þeim árum. Allur bakstur var því handhrærður. Við fundum við þessa kökuuppskrift í norskri köku bók. Og það fyndna er að allir elskuðu hana. Þess vegna baka ég hana enn þann dag í dag. Mér finnst í fínu lagi að aðrir njóti með.”

.

NOREGURTERTURKAFFIMEÐLÆTIKAFFIBOÐ

.

Gamaldags kryddkaka

Gamaldags kryddkaka

250 g hveiti
125 g sykur
75 g smjörlíki
1 dl síróp
1 egg
1 tsk kanill
1 tsk negull
1 tsk engifer
1 tsk natrón
1 d. súrmjólk.

Hrærið öllu vel saman, setjið í tvo botna og bakið við 200°C í um 20 mín.

Kremið:
100 g smjörlíki
100 g flórsykur
1 eggjarauða
1 tsk vanilludropar
Annar botninn settur á tertudisk, kreminu smurt á og hinn settur yfir.

Norsk tekaka

Norsk tekaka

200 g smjörlíki (eða smjör) best að láta það linast
2 egg
200 g sykur
2 tsk lyftiduft
kókósmjöl eftir smekk,(ég set bara slatta)
200 g hveiti
Salt á hnífsodd (eða bara slatta)
Sett í kringlótt form og bakað í 20 mín.
Krem:
200 g flórsykur
2 msk kakó
Kaffi blandað við og hrært með matskeið af smjöri eða smjörlíki.
Skreytt með kókósmjöli.

Norsk tekaka

.

NOREGURTERTURKAFFIMEÐLÆTIKAFFIBOÐ

— NORSK TEKAKA OG GAMALDAGS KRYDDKAKA —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.