Prýðisgóður plokkfiskur – klassíska góða uppskriftin

Prýðisgóður plokkfiskur plokkari fiskur afgangs fiskur kartöflur laukur
Prýðisgóður plokkfiskur

Prýðisgóður plokkfiskur

Plokkfiskur er prýðismatur, eiginlega bara herramannsmatur og ekki skemmir nú fyrir að hafa gott rúgbrauð með. Best finnst mér að hafa vel af pipar þannig að rífi aðeins í. Það er alveg upplagt að nota soðið af fiskinum í jöfnum hlutföllum á móti mjólk/rjóma

— FISKURRÚGBRAUÐÍSLENSKTPLOKKFISKUR

.

Prýðisgóður plokkfiskur

700 g fiskur
4-500 g kartöflur
100 g smjör
2 laukar, saxaðir
1 1/2 dl hveiti
2 dl mjólk/rjómi
2 dl fiskisoð
salt og vel af (hvítum) pipar

Sjóðið fiskinn í örlitlu vatni og setjið hann á sigti (munið að henda ekki soðinu). Sjóðið kartöflur. Bræðið smjör í potti og látið laukinn mýkjast í nokkrar mínútur í honum. Bætið við hveiti og hrærið saman og loks fiskisoði og mjólk eða rjóma saman við. Hrærið og þynnið ef þarf. Myljið fiskinn gróft saman við og skerið kartöflurnar í bita og bætið við. Saltið og piprið. Til tilbreytingar má krydda með múskati og einnig er gott að hafa hvítlauk. Berið fram með góðu rúgbrauði.

— FISKURRÚGBRAUÐÍSLENSKTPLOKKFISKUR

— PRÝÐISGÓÐUR PLOKKFISKUR —

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Hnífur og gaffall – Hvernig á að halda á þeim?

HnifaporHnifapor saman IMG_1427

Hnífur og gaffall. Það er ánægjulegt að sjá fólk sem heldur fallega á hnífapörunum, gaffallinn í vinstri hendi og hnífurinn í þeirri hægri - hvoru tveggja inni í lófanum. Ágætt að hafa í huga að þetta eru ekki vopn - munum það. Best þykir að hafa vísifingur ofan á þeim báðum sem gefur meiri stjórn á því sem er verið að gera. Munum að setja hnífapörin ekki aftur á borðið eftir að við erum byrjuð að borða. Við borðum ávallt með bæði hníf og gaffli en skerum ekki matinn fyrst í bita til að borða eingöngu með gafflinum. Á meðan á máltíð stendur eiga gaffalteinarnir að snúa niður.