Auglýsing
Prýðisgóður plokkfiskur plokkari fiskur afgangs fiskur kartöflur laukur
Prýðisgóður plokkfiskur

Prýðisgóður plokkfiskur

Plokkfiskur er prýðismatur, eiginlega bara herramannsmatur og ekki skemmir nú fyrir að hafa gott rúgbrauð með. Best finnst mér að hafa vel af pipar þannig að rífi aðeins í. Það er alveg upplagt að nota soðið af fiskinum í jöfnum hlutföllum á móti mjólk/rjóma

— FISKURRÚGBRAUÐÍSLENSKTPLOKKFISKUR

Auglýsing

.

Prýðisgóður plokkfiskur

700 g fiskur
4-500 g kartöflur
100 g smjör
2 laukar, saxaðir
1 1/2 dl hveiti
2 dl mjólk/rjómi
2 dl fiskisoð
salt og vel af (hvítum) pipar

Sjóðið fiskinn í örlitlu vatni og setjið hann á sigti (munið að henda ekki soðinu). Sjóðið kartöflur. Bræðið smjör í potti og látið laukinn mýkjast í nokkrar mínútur í honum. Bætið við hveiti og hrærið saman og loks fiskisoði og mjólk eða rjóma saman við. Hrærið og þynnið ef þarf. Myljið fiskinn gróft saman við og skerið kartöflurnar í bita og bætið við. Saltið og piprið. Til tilbreytingar má krydda með múskati og einnig er gott að hafa hvítlauk. Berið fram með góðu rúgbrauði.

— FISKURRÚGBRAUÐÍSLENSKTPLOKKFISKUR

— PRÝÐISGÓÐUR PLOKKFISKUR —