Döðluterta með miklu súkkulaði

Döðlukaka Döðluterta hnetur súkkulaði kókosmjöl
Döðluterta með miklu súkkulaði

Döðluterta með miklu súkkulaði

Þessa dagana er ég svagur fyrir rjómasúkkulaði með karamellukurli og sjávarsalti. Í kornflexkökurnar um daginn notaði ég það til helminga og kom mjög vel út. Bakaði döðlutertu og ákvað að setja extra mikið af súkkulaði og brytja það gróft. Hráefnið tók ég til með góðum fyrirvara og setti í skál: fyrst döðlur vökva yfir, þá súkkulaði, kókosmjöl, salt, chili og hveiti og láta bíða þannig (án þess að blanda saman). Síðan er eggjunum bætt við og öllu hrært saman rétt áður en tertan fer í ofninn. Hentar fullkomlega ef þið viljið bjóða upp á nýbakaða tertu eftir aðalréttinn eða sjáið fram á nauman tíma. Döðlurnar draga í sig vökvann og verða enn mýkri.

DÖÐLUTERTURSÚKKULAÐITERTUR

.

Döðluterta með miklu súkkulaði

2 msk. hveiti
1 b döðlur, saxaðar gróft
1 msk sykur (eða sleppa honum bara alveg)
tæpur bolli kókosmjöl
100 g dökkt súkkulaði, saxað gróft
150 g. Rjómasúkkulaði með karamellukurli og sjávarsalti, saxað gróft
2 egg
3 msk matarolía
2/3 tsk salt
smá chili
1 tsk lyftiduft
vatn, ca 1, 5 dl

Blandið öllu saman í skál og hrærið saman, þynnið með vatni eins og þarf. Bakið við 175°C í ca 25 mín.  Berið fram með rjóma.

Öllum hráefnum blandað saman og þynnt með vatni eins og þarf.

.

DÖÐLUTERTURSÚKKULAÐITERTUR

— DÖÐLUTERTA MEÐ MIKLU SÚKKULAÐI —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Ávaxtaterta – holl og góð terta

Avaxtaterta

Ávaxtaterta. Það er fátt matartengt sem gleður mig eins þessa mánuðina eins og hrátertur, enda hver annarri betri. Ólíkt „venjulegum tertum“ þá eru hrátertur jafngóðar ef ekki betri daginn eftir.  Heiðurshjónin Vildís og Charles buðu upp á ávaxtatertu sem eftirrétt

Sítrónumatarboð hjá Sigurlaugu Margréti

Sigurlaug Margrét Jónasdóttir er gestgjafi af guðs náð. Ekki aðeins er hún snilldarkokkur, heldur verður andrúmsloftið létt og frjálslegt í kringum hana, þar sem allt virðist auðvelt og flest verður tilefni húmors og gjallandi hláturs.

Leiðir okkar Sigurlaugar lágu fyrst saman í geysivinsælum matarþætti, sem hún annaðist í útvarpinu. Hún hefur áður komið við sögu hér á síðunni, en við skrifuðum niður KJÚKLINGARÉTT, sem hún sagði frá í útvarpsþætti fyrir margt löngu.