Franskættað kartöflugratín – Tartiflette

Franskættað kartöflugratín - Tartiflette frakkland franskur matur kartöflur í ofni bakaðar kartöflur meðlæti beikon laukur gráðaostur, Jarl, extra mature Cheddar rósmarín Alsace Bergþór Pálsson
Franskættað kartöflugratín – Tartiflette

Franskættað kartöflugratín – Tartiflette

Stundum skjóta gamaldags franskir heimilisréttir upp kollinum hér á heimilinu, en skýringin er sú að Bergþór var skiptinemi í France fyrir löngu síðan. Upprunalega er þetta kartöflugratín, „tartiflette“ sennilega frá Alsace, en ýmsar útgáfur eru til af því um álfuna. Þessi hefur þróast þannig hér í kotinu, að afgangar af sterkum ostum sem geymdir eru í frysti, eru rifnir niður í miklu magni.

Þegar frost er úti, er þetta svoooo gott. Við notum kartöflugratín yfirleitt sem meðlæti, en tartiflette sómir sér vel sem aðalréttur. Helsti munurinn er sá að í þessu franska er enginn rjómi.

GRATÍNKARTÖFLURFRAKKLANDMEÐLÆTIBEIKONKARTÖFLUGRATÍNBERGÞÓR

.

Franskættað kartöflugratín – Tartiflette

700 g kartöflur í sneiðum
150 g beikon í litlum bitum
2 stórir laukar saxaðir
200 g smjör
rifinn bragðmikill ostur, t.d. gráðaostur, Jarl, extra mature Cheddar o.s.frv.
salt, e.t.v. ferskt rósmarín.

Steikið beikon á pönnu, rífið niður ost og vel af honum, blandið öllu saman í eldfast mót og bakið í 45-60 mínútur. Skreytið með einhverju fersku, t.d. rósmarín. Hafið gróft salt við hendina.

 

GRATÍNKARTÖFLURFRAKKLANDMEÐLÆTIBEIKONKARTÖFLUGRATÍNBERGÞÓR

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vinkvennakaffi Alberts

Vinkvennakaffi Alberts. Þær eru ólíkar hefðirnar svo ekki sé nú meira sagt. Allt frá því ég stofnaði og rak safnið um franska sjómenn og kaffihús í Templaranum á Fáskrúðsfirði var nokkrum góðum vinkonum boðið í síðdegiskaffi þegar ég kom aftur til borgarinnar að afloknu sumri. Þessi siður hefur nú haldist í tæp tuttugu ár. Núna er ég kominn til borgarinnar eftir blíðskapar sumar í Breiðdalnum og hélt hið árlegta vinkvennakaffi á dögunum. Hingað mættu prúðbúnar, sumarlegar dömur sem byrjuðu á því að skála í freyðivíni áður en þær settust við kaffiborðið.

Kaldur brauðréttur úr Gnúpverjahreppi

Kaldur brauðréttur úr Gnúpverjahreppi. Konurnar í kvenfélagi Gnúpverja stóðu fyrir glæsilegu kaffisamsæti og fengu okkur Bergþór til að tala um líf okkar, borðsiði og ýmislegt skemmtilegt. Meðal þess sem var á boðstólnum var þessi kaldi brauðréttur sem bragðaðist undurvel. Hér má sjá meira um veisluna þeirra og fyrirlesturinn