Humarsúpa

Humarsúpa humar súpa fiskisúpa hnífsdalur birgir jónsson steinunn pétursdóttir lobster soup recipe icelandic food
Rjómalöguð humarsúpa – bara einhver sú allra besta humarsúpa sem ég hef smakkað.

Humarsúpa

Steinunn Pétursdóttir hefur betrumbætt þessu undurgóðu rjómalöguðu humarsúpu eftir því sem hún hefur oftar verið löguð. Súpan var í forrétt í matarboði heima hjá Hrafnhildi og Jósef í Hnífsdal þar sem Steinunn og Birgir Jónsson hennar maður lögðu hönd á plóg í matseldinni og undirbúningi. Það var nostrað af mikilli alúð við súpuna. Í aðalrétt var hægeldaður lambahryggur og á eftir Ís Grand Marnier. Þessi súpa er bara einhver sú allra besta humarsúpa sem ég hef smakkað.

— HNÍFSDALURSÚPURHUMARFISKISÚPURHUMARSÚPUR

.

Steinunn, Jósef og Bergþór

Humarsúpa

Soð:
Humarskel
3 msk smjör eða smjörlíki
1 laukur (meðalstór)
5 hvítlauksgeirar, pressaðir
ca 2 msk tómatþykkni
ca 2 tsk paprika
1-2 tsk karrý
1/2 flaska hvítvín
Humarkraftur, væn skvetta
2 gulrætur
2 l vatn (þannig að fljóti yfir skeljarnar sem er búið að brúna)
piparkorn (svört)
kóríanderfræ
3 sveppatenginar
ca 2 msk kjúklingakraftur
ca 1 1/2 msk nautakraftur

Skeljar brúnaðar og kramdar. Vatnið látið þekja skeljarnar, allt sett saman við og soðið í tæpa tvo tíma.
Þá hefur vatnið soðið niður um helming.
Bæta ca 1 l vatni í.
Sigtið soðið
Þykkt með smjörbollu.

Bætið útí:
3 dl rjómi
1/2 dl koníak
smá saffran
Smakkið til.

Setjið humar út í rétt áður en súpan er borin fram.
Setjið súpuna á disk og þeyttan rjóma ofan á.

.

Humarsúpa Steinunnar er fyrir 10-12 manns.
Hrafnhildur, Hildur Elísabet og Steinunn
Albert, Birgir og Hrafnhildur.

— HNÍFSDALURSÚPURHUMARFISKISÚPURHUMARSÚPUR

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.

Fyrri færsla
Næsta færsla