Döðluhjónabandssæla

Döðluhjónabandssæla, Bjarney Ingibjörg, sulta halldór smárason hjónabandssæla Hlöðver, Viðar, Bjarney Ingibjörg, Gissur Páll, Bergþór og Halldór Ísafjörður, Sætabrauðsdrengirnir, döðlur, haframjöl
Döðluhjónabandssæla

 Döðluhjónabandssæla

Á ferð Sætabrauðsdrengjanna vestur á firði var endalaust verið að bjóða í kaffi enda afar gaman að gefa piltunum að borða. Bjarney Ingibjörg á Ísafirði bauð í morgunkaffi og þar var meðal annars þessi undurgóða döðluhjónabandssæla: „Það var yndislegt að fá ykkur í heimsókn, gott að hlæja og fá verk í magann. Sé á fbókinni að ykkur hefur allstaðar verið vel tekið og væri hissa ef svo væri ekki.
Uppskriftin af kökunni er stæld og stolin hjónabandssælu uppskrift frá ömmu. Njótið vel.“

BJARNEY INGIBJÖRG HJÓNABANDSSÆLUR — ÍSAFJÖRÐUR

.

Döðluhjónabandssæla, hjónabandssæla með döðlum Döðlumauk döðlusulta Hlöðver, Viðar, Bjarney Ingibjörg, Gissur Páll, Bergþór, Halldór
Hlöðver, Viðar, Bjarney Ingibjörg, Gissur Páll, Bergþór og Halldór

Döðluhjónabandssæla

Botninn:
1 bolli spelt
1 bolli íslenskt byggmjöl
3 msk hrásykur eða púðusykur ( gefur svona karamellubragð)
sletta af mable sírópi ca: 1matsk
200 g lint smjör
1 tsk vínsteinslyftiduft eða venjulegt lyftiduft
1 tsk vanilla

Öllu blandað saman, hnoðarinn notaður í hrærivélinni.

Döðlumauk:
20 stk döðlur
vatn
1 tsk matarsódi.

Setjið döðlurnar í pott og látið vatn fljóta yfir. Hitið að suðu og þá lækkið hitann og látið malla. Gott er nota písk til að finna hvort döðlurnar eru orðnar mjúkar. Bætið matarsódanum út í áður en maukið er tekið af hitanum. Það er mjög misjafnt hvað þarf að sjóða döðlurnar lengi, en þegar þær verða auðveldlega að mauki þá eru þær tilbúnar.
Ég læt þær malla á meðan ég geri sjálft deigið.
Setjið 3/4 af deiginu í bökuform, smyrjið döðlumaukinu á botninn og stráið restinni af deginu yfir.
Bakið við 200°C í 30 ti 40 mínútur eða þangað til kakan er orðin gullin.
Borin fram volg með ís eða rjóma eru hún himnesk.

Bon apetit

BJARNEY INGIBJÖRG HJÓNABANDSSÆLUR — ÍSAFJÖRÐUR

DÖÐLUHJÓNABANDSSÆLAN

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Jamie’s Italian á Hótel Borg – stemning, saga, heimilislegt, notalegt, en töff

Jamie’s Italian á Hótel Borg - stemning, saga, heimilislegt, notalegt, en töff.

Þau sem hafa þrautreynt réttina í bókunum hans Jamie Oliver, þekkja höfundareinkennin strax, sítrónubörkur og stökk brauðmylsna er til dæmis einkennandi, en innblásturinn er frá Sikiley, þar sem Jamie dvaldi þar þegar hann var að undirbúa Jamie’s Italy bókina. En það er auðvitað öðruvísi að láta þjóna sér á svona yndislegum stað og í góðum höndum þjónustufólksins. Þau Andrew (frá Kaliforníu hefur verið hér í 15 mánuði og er ótrúlega duglegur að tala íslensku) og Sigrún voru eins og hugur okkar.

SaveSave

SaveSave

SaveSave

Jólaglaðningur og útskýring í bundnu máli (frá Páli)

Matarjólaglaðningur. Hver hefur ekki lent í vandræðum með að finna gjöf fyrir þá sem „allt eiga"? Gjafir sem eyðast eru stórfínar, líka þær sem er hægt að borða. Undanfarin ár, svona rétt fyrir jólin, höfum við farið í bíltúr og fært nokkrum vinum og ættingjum smá jólaglaðning, matarjólaglaðning. Með fylgir útskýring í bundnu máli eftir tengdapabba, Pál Bergþórsson ásamt jóla- og nýárskveðju. Þetta er hin skemmtilegasta útkeyrsla. Hér má sjá nokkur dæmi