Bláberja og sítrónubaka Clafoutis

Bláberja og sítrónubaka Clafoutis sítrónur bláber kaffimeðlæti
Bláberja- og sítrónubaka Clafoutis

 

Bláberja- og sítrónubaka Clafoutis

Athugið að það er ekki lyftiduft í upphaflegu uppskriftinni en ég bætti við hálfri teskeið og smurði formið með smá olíu.

Það er lika hægt að nota pönnukökudeig. Oftast eru afgangs ( þroskaðir) ávextir sem verða fyrir valinu, s.s. epli, perur, plómur, apríkósur, jarðarber, hindber, kirsuber.
Clafoutis mun vera franska og vera samheiti fyrir bakaðan ávaxtaeftirrétt.

BÖKURKAFFIMEÐLÆTIBLÁBERFRAKKLAND

.

Bláberja og sítrónubaka Clafoutis

Bláberja og sítrónubaka Clafoutis

2 b bláber – fersk eða frosin
1/3 b sykur
1 dl mascarpone eða rjómaostur við stofuhita
1/3 b hveiti
1 tsk vanilla
3 egg
1/2 b mjólk/rjómi
börkur af einni sítrónu
1 msk flórsykur.

Blandið saman sykri, hveiti, vanillu, eggjum, sítrónuberki og mjólk/rjóma.
Setjið bláberin í eldfast form, hellið deiginu yfir.
Bakið við 180°C í um 20 mín.

Látið kólna lítið eitt, sigtið flórsykur yfir og berið fram með brosi á vör.

Bláberja og sítrónubaka Clafoutis

BÖKURKAFFIMEÐLÆTIBLÁBERFRAKKLAND

.

 

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Hvítlaukskartöflur Helgu

Hvítlaukskartöflur Helgu. Stundum missi ég mig alveg, það gerðist á dögunum þegar Helga bauð okkur heim í Teryakikjúkling með hvítlaukskartöflum. Kartöflur með extra miklum hvítlauk eru óhemju góðar.

Matarbúr Kaju Óðinsgötu – lífræn verslun

kaja

Matarbúr Kaju Óðinsgötu - lífræn verslun. Á horni Óðinsgötu og Spítalastígs hefur athafnakonan Karen Jónsdóttir opnað lífrænt vottaða verslun. Þarna er úrvalið fjölbreytt, eiginlega má segja að sjón sé sögu ríkari. Einnig eru nýbökuð brauð já og bara allt mögulegt. Karen hefur áður komið við sögu á þessu matarbloggi, hún bauð okkur í sumar í heimsókn á fyrsta og eina lífræna kaffihúsið á Íslandi 

Kryddbrauð – Pain d’epices

Kryddbrauð

Kryddbrauð - Pain d'epices. Hunangskryddbrauð eru hreinasta dásemd. Sjálfur set ég oftast heldur meira af kryddum en gefið er upp, ætli ég mundi ekki setja um hálfa teskeið af hverju kryddi. Nótabene, ég bakaði ekki brauðið, þóra kom með það með föstudagskaffinu í vinnunni.

Bananalummur

Bananalummur

Bananalummur. Stundum rekst ég á uppskriftir sem hljóma svo ótrúlega að það er ekki annað hægt en að prófa sjálfur. Ég geri ekki ráð fyrir að steikja þessar lummur aftur, en það var vel þess virði að prófa...