Auglýsing
Bláberja og sítrónubaka Clafoutis sítrónur bláber kaffimeðlæti
Bláberja- og sítrónubaka Clafoutis

 

Bláberja- og sítrónubaka Clafoutis

Athugið að það er ekki lyftiduft í upphaflegu uppskriftinni en ég bætti við hálfri teskeið og smurði formið með smá olíu.

Auglýsing

Það er lika hægt að nota pönnukökudeig. Oftast eru afgangs ( þroskaðir) ávextir sem verða fyrir valinu, s.s. epli, perur, plómur, apríkósur, jarðarber, hindber, kirsuber.
Clafoutis mun vera franska og vera samheiti fyrir bakaðan ávaxtaeftirrétt.

BÖKURKAFFIMEÐLÆTIBLÁBERFRAKKLAND

.

Bláberja og sítrónubaka Clafoutis

Bláberja og sítrónubaka Clafoutis

2 b bláber – fersk eða frosin
1/3 b sykur
1 dl mascarpone eða rjómaostur við stofuhita
1/3 b hveiti
1 tsk vanilla
3 egg
1/2 b mjólk/rjómi
börkur af einni sítrónu
1 msk flórsykur.

Blandið saman sykri, hveiti, vanillu, eggjum, sítrónuberki og mjólk/rjóma.
Setjið bláberin í eldfast form, hellið deiginu yfir.
Bakið við 180°C í um 20 mín.

Látið kólna lítið eitt, sigtið flórsykur yfir og berið fram með brosi á vör.

Bláberja og sítrónubaka Clafoutis

BÖKURKAFFIMEÐLÆTIBLÁBERFRAKKLAND

.