Besta kartöflusalatið

KartöflusalatBesta kartöflusalatið Heimagert kartöflusalat Klassískt kartöflusalat Kartöflusalat með eplum Kartöflusalat með mæjónesi Kartöflusalat með sýrðum rjóma Kartöflusalat í veislu Kartöflusalat fyrir grillmat Kartöflusalat með fersku dilli Salat með kartöflum Meðlæti með grillmat Sumarsalat Hlaðborðssalat Salat með sýrðum rjóma Einföld uppskrift af kartöflusalati Besta uppskriftin af kartöflusalati Heimagert kartöflusalat sem klikkar ekki Einfalt og ljúffengt kartöflusalat Kartöflusalat sem passar með öllu Hvernig geri ég gott kartöflusalat? Uppskrift af klassísku kartöflusalati Kartöflusalat fyrir grillveisluna Meðlæti sem hentar fyrir hlaðborð Salat með eplum, kartöflum og sýrðum rjóma Hvað er gott að hafa með grillmat?
Besta kartöflusalatið

Besta kartöflusalatið

Kartöflusalöt standa alltaf fyrir sínu – þau eru einföld, bragðgóð og passa við ótal rétti. Ég smakkaði þetta salat í veislu um daginn og varð strax heillaður af ferskleikanum. Sæt epli, stökkar súrar gúrkur og rauðlaukur gefa því gott jafnvægi, og ferskt dill setur punktinn yfir i-ið.
Kartöflusalat passar fullkomlega með grillmat, fiski eða sem hluti af hlaðborði. Það er líka frábært með pylsum og hamborgurum – klassískt sumarsalat sem klikkar aldrei!

✨ 👨‍🍳 ✨

KARTÖFLUSALÖTKARTÖFLURSALÖTMEÐLÆTI

👨‍🍳 ✨

Besta kartöflusalatið

Hráefni:

  • 1 kg kartöflur
  • 2 epli, skorin í litla bita
  • 1 lítill rauðlaukur, fínsaxaður
  • 4 súrar gúrkur, skornar í litla bita
  • 1 dl sýrður rjómi
  • 1 dl mæjónes
  • ½ -1 dl þeyttur rjómi
  • 1 tsk Dijon-sinnep
  • 1 msk edik eða hvítvínsedik
  • Salt og pipar eftir smekk
  • 1 lúka ferskt dill, saxað

Aðferð:

  1. Sjóðið kartöflurnar með hýðinu þar til þær eru meyrar. Kælið, afhýðið og skerið í bita.
  2. Blandið kartöflunum saman við epli, rauðlauk og súrar gúrkur í stóra skál.
  3. Í lítilli skál hrærið saman sýrðan rjóma, mæjónes, þeyttan rjóma, sinnep og edik. Smakkið til með salti og pipar.
  4. Hellið dressingunni yfir salatið og blandið varlega saman.
  5. Stráið fersku dilli yfir og látið standa í ísskáp í a.m.k. klukkustund áður en borið er fram.

Þetta salat er frábært með grillmat, reyktum fiski eða á hlaðborð. Njótið! 😋

👨‍🍳✨

KARTÖFLUSALÖTKARTÖFLURSALÖTMEÐLÆTI

✨ 👨‍🍳 ✨

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Te er bæði hollt og gott

Te er bæði hollt og gott - IMG_0770

Te er bæði hollt og gott. Lengi vel drukku Íslendingar mikið te og á öldum áður var kaffi munaðarvara. Ætli te komi ekki næst á eftir vatni af þeim drykkjum sem vinsælastir eru í heiminum. Te er bæði svart, grænt, hvítt og oolong og koma víst allar af sömu plöntunni Camellia sinensis. Svo er ýmsu bætt við til að bæta og næra. Þið sem eigið ferska mintu í garðinum eða í potti í glugga ættuð að útbúa ykkur mintute.

Sunnudagssíðdegiskaffi hjá Ragnheiði Lilju

Súkkulaðibomba með kókosklæðningu. Það er eitthvað svo ljúft að fá boð í kaffiboð á sunnudagssíðdegi. Á sólríkum sunnudegi á Akureyri bauð Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir okkur í kaffi og með því. Hún tók vel í að vera gestabloggari og sendi uppskriftirnar um hæl. Eða satt best að segja þá buðum við okkur í kaffi, Ragnheiður Lilja bakar nefnilega mjög góðar kökur. Á ferðalagi okkar um Norðurland höfðum við samband og úr varð kaffiboðið :) „Súkkulaðibomban er ekki fyrir fólk sem er í sykurbindindi" segir Ragnheiður Lilja.

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

Múslí – heimagert og meiriháttar

Múslí. Fjölmargt er hægt að nota til að útbúa sitt eigið múslí, það er bæði auðvelt og skapandi. Hér er uppskrift sem ég hef til hliðsjónar. Ekki láta hugfallast þó eitthvað vanti, það er ekki hundrað í hættunni. Oftast nota ég rúsínur en vel má nota aðra þurrkaða niðursaxaða ávexti eða ber. Þá eykur það fjölbreytnina að blanda saman við tilbúnu góðu múslíi.

Marengsrúlluterta með myntukremi – Þjóðlegt með kaffinu

Marengsrúlluterta með myntukremi. Jóna Símonía Bjarnadóttir og Guðfinna M. Hreiðarsdóttir gefa út bækurnar Þjóðlegt með kaffinu og Þjóðlegar hnallþórur. Þær halda einnig úti síðu á fasbókarsíðunni Þjóðlegt með kaffinu. Þær eru báðar sagnfræðingar þannig að áhuginn á matargerð fyrri tíma á sér fræðilegan bakgrunn. Hugmyndin að bókunum kviknaði fyrir nokkrum árum þegar þær voru að velta fyrir sér hvað væri hægt að selja erlendum ferðamönnum sem væri bæði létt og fyrirferðarlítið í farangri.