
Besta kartöflusalatið
Kartöflusalöt standa alltaf fyrir sínu – þau eru einföld, bragðgóð og passa við ótal rétti. Ég smakkaði þetta salat í veislu um daginn og varð strax heillaður af ferskleikanum. Sæt epli, stökkar súrar gúrkur og rauðlaukur gefa því gott jafnvægi, og ferskt dill setur punktinn yfir i-ið.
Kartöflusalat passar fullkomlega með grillmat, fiski eða sem hluti af hlaðborði. Það er líka frábært með pylsum og hamborgurum – klassískt sumarsalat sem klikkar aldrei!
✨ 👨🍳 ✨
— KARTÖFLUSALÖT — KARTÖFLUR — SALÖT — MEÐLÆTI —
👨🍳 ✨
Besta kartöflusalatið
Hráefni:
- 1 kg kartöflur
- 2 epli, skorin í litla bita
- 1 lítill rauðlaukur, fínsaxaður
- 4 súrar gúrkur, skornar í litla bita
- 1 dl sýrður rjómi
- 1 dl mæjónes
- ½ -1 dl þeyttur rjómi
- 1 tsk Dijon-sinnep
- 1 msk edik eða hvítvínsedik
- Salt og pipar eftir smekk
- 1 lúka ferskt dill, saxað
Aðferð:
- Sjóðið kartöflurnar með hýðinu þar til þær eru meyrar. Kælið, afhýðið og skerið í bita.
- Blandið kartöflunum saman við epli, rauðlauk og súrar gúrkur í stóra skál.
- Í lítilli skál hrærið saman sýrðan rjóma, mæjónes, þeyttan rjóma, sinnep og edik. Smakkið til með salti og pipar.
- Hellið dressingunni yfir salatið og blandið varlega saman.
- Stráið fersku dilli yfir og látið standa í ísskáp í a.m.k. klukkustund áður en borið er fram.
Þetta salat er frábært með grillmat, reyktum fiski eða á hlaðborð. Njótið! 😋
👨🍳✨
— KARTÖFLUSALÖT — KARTÖFLUR — SALÖT — MEÐLÆTI —
✨ 👨🍳 ✨