Gâteau breton og Tarte tatin – þrír Frakkar á Fáskrúðsfirði

Albert, Emma, Emma Donnaint Fjóla þorsteinsdóttir , Justine og Jean-Babtiste Það rignir í dag! sem er á frönsku: Il pleut aujourd'hui Brest gravelines Fáskrúðsfjörður frakkar franskir fjóla þorsteinsdóttir sjómenn fransmenn á íslandi fransmenn bretagne kökur tertur Jean-Baptiste Bancel páll bergþórsson alla á kolmúla aðalheiður sigurbjörnsdóttir
Páll, Aðalheiður, Jean-Baptiste, Albert, Justine, Emma og Bergþór með Gâteau breton og Tarte tatin fyrir framan sig

Gâteau breton og Tarte tatin – þrír Frakkar á Fáskrúðsfirði

Það er svo hressandi að hitta ungt fólkt sem getur séð eitthvað skondið út úr hversdagslegustu aðstæðum og finnst meira og minna allt fyndið. Á Fáskrúðsfirði eru Emma og Justine frá Gravelines (vinabæ Fáskrúðsfjarðar) og Jean-Baptiste Bancel frá Brest að vinna á franska safninu. Þar segja þau gestum frá sögu franskra sjómanna af miklum áhuga. Í frítímum fara þau í stutt ferðalög, í útreiðatúr, þá hafa þau skoðað frystihúsi, farið í matarboð og fleira. Þau leggja sig fram um að læra íslensku og kenna Fjólu safnstjóra frönsku. Hver morgun byrjar á því að þau skiptast á að leggja til stutta setningu til að læra yfir daginn, á frönsku og íslensku. Páll lagði til setningu dagsins: Það rignir í dag! sem er á frönsku: Il pleut aujourd’hui

#sumarferðalag8/15 — FÁSKRÚÐSFJÖRÐUR — FRANSKIR SJÓMENN – GRAVELINES

.

Albert, Emma, Fjóla, Justine og Jean-Baptiste fyrir framan Læknishúsið á Fáskrúðsfirði

Jean-Baptiste, Emma og Justine útbjuggu kaffimeðlæti frá sínum svæðum í Norður-Frakklandi. Hann er frá Bretange og þær Emma og Justine frá Flandre

Gâteau breton

Gâteau breton

500 g hveiti
250 g sykur
250 g saltað smjör, lint
5 eggjarauður
1 tsk vanillusykur

Hrærið saman smjör, sykur og eggjarauður. Bætið við hveiti og vanillusykri.
Látið deigið í kringlóttu formi, 20-25 cm og penslið yfir með mjólk.
Búið til munstur með því að draga gaffal eftir deiginu
Bakið í 35 mín. við 180°C.
Þessi uppskrift er mjög auðveld og afar vinsæl á Bretagne í Frakklandi

Tarte tatin

Tarte tatin

Karamella: sjóðið saman í potti 100g af smjöri og 100g af sykri þangað til fer að brúnast
Hellið karamellunni í botninn á pæfrormi
Flysjið epli og kjarnhreinsið og skerið í tvennt. Lettið þau í formið með sárið niður (skorna hlutann)
Stráið yfir kanil og vanillusykri. Setjið yfir bökudeig. Bakið við 180°C í 10 mín
Takið úr ofninum og hvolfið á tertudisk

 

Tarte tatin 

Dans une poêle, faire chauffer 100g de beurre et 100g de sucre pour former un caramel. Puis, mettre le tout dans un plat à tarte. Placer dessus des pommes coupées en deux, sans le trognon, pour former une couronne avec une pomme au centre. Saupoudrer de cannelle et de sucre vanillé. Poser ensuite par dessus la pâte feuilletée et mettre le tout au four à 180°C pour 1h10. Une fois que c’est prêt, retourner le gâteau afin d’avoir les pommes face à vous.

La tarte tatin est un gâteau traditionnel du Nord de la France, on la consomme généralement tiède, elle est parfaite pour le goûter !

Gâteau breton :

Pour 6 personnes, il vous faut :
– 500g de farine
– 250g de sucre
– 250g de beurre demi-sel
– 5 jaunes d’œuf
– 7,5g de sucre vanillé

Mettre dans un saladier le beurre, le sucre et les jaunes.
Bien malaxer à la main.
Mettre rapidement la farine tout en continuant à malaxer la pâte.
Beurrer un moule de 20-25 centimètres de diamètre.
Faire une boule, l’aplatir dans le moule.
Verser un peu de lait pour colorer, strier la surface à l’aide d’une fourchette.
Mettre le tout au four pour 35 minutes à 180°C mais surveiller la cuisson.

Le gâteau breton est simple à réaliser et on trouve ses ingredients dans toutes les cuisines, c’est la recette idéale pour un gâteau rapide mais succulent !

.

#sumarferðalag8/15 — FÁSKRÚÐSFJÖRÐUR — FRANSKIR SJÓMENN – GRAVELINES

— ÞRÍR FRAKKAR Á FÁSKRÚÐSFIRÐI —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Ólafur hrossakjötsæta hin mesta

Ólafur Matthíasson f.1792 bjá á Barká frá 1823-1846, annars staðar bjó hann ekki. Kona hans var Guðrún Jónsdóttir frá Laugalandi, yfirsetukona. Ólafur var fátækur alla ævi og sóði. Fór mjög milli bæja, en vann lítið. Var hann síkátur og þótti sums staðar til skemmtunar. Hann var mesta hrossaketsæta sveitarinnar og var fyrirlitinn af mörgum þess vegna. Fékk hann á hverju ári eitthvað af afsláttarhrossum og stundum mörg. Eitt haustið voru þau níu. Þá þraut hann ílát undir ketið, en dó ekki ráðalaus yfir því, en gerði sér hægt um hönd og risti upp grundartorfu, hringaði hana og reisti á rönd á eldhúsgólfinu og saltaði þar í afganginn af ketinu. En ekki fer nokkrum sögum af því hversu munntamt það var.

Matur sem má borða með fingrunum

Matur sem má borða með fingrunum. Hver kannast ekki við að vera í veislu eða á veitingastað og langa til að nota guðsgafflana í staðinn fyrir hnífapörin? Það er ýmislegt sem við megum nota puttana við og er jafnvel æskilegra að nota þá en hnífapörin. Það er ákveðin stemning því samfara að nota fingurna. Það getur verið æskilegt að gestgjafi láti vita þegar hann býður heim hvað hann ætli að hafa svo fólk geti gert ráðstafanir eða komi ekki af fjöllum. Við viljum síður mæta í okkar fínasta og dýrasta dressi og eiga von á því að eitthvað slettist á okkur. Ef boðið er upp á mat sem gestir kunna ekki að „eiga við” þá er ágætt að hafa örstutta sýnikennslu. Munið bara að hafa vel af servíettum eða blauttuskum.

Sous vide matreiðslubók

Jólagjöfin til allra sem eiga Sous Vide græju. Verðlaunakokkurinn Viktor Örn Andrésson fjallar undraheim sous vide og birtir fjölmargar uppskriftir í nýútkominni bók sem vel má mæla með.

Frystið vatn í flöskum eða vatnskönnum til að fá klaka

Frystið vatn í flöskum eða vatnskönnum til að fá klaka. Hver kannast ekki við að það er ekki til klaki í frystinum þegar á þarf að halda? Allra besta ráðið til að setja vatn í flöskur eða vatnskönnur og frysta. Þetta á einnig við þegar farið er í ferðalög. Þá er kjörið að frysta vatn á flöskum og rétt fyrir brottför er síðan fyllt á með vatni, bústi, ávaxtasafa eða öðru. Húsráð dagsins og allra daga :)

52 gestabloggarar á alberteldar.com árið 2017

52 gestabloggarar á alberteldar.com árið 2017. Markmið síðasta árs var að birta borðsiðafærslur(kurteisisfærslur) á blogginu einu sinni í viku - allt árið. Markmið þessa árs er að fá 52 til að útbúa góðgæti fyrir bloggið og birta hér myndir og uppskriftir. Gestabloggararnir fá alveg frjálsar hendur, sumir útbúa einn rétt, aðrir eru með kaffiboð og sumir með matarboð.

Það er sem sé kominn sérhnappur með gestabloggurum