Eplaterta – Allir elska nýbakaðar eplakökur. Venjulega minnka ég smjörmagnið og læt svolítið af góðri matarolíu, þannig verður hún enn mýkri. Til spari er gott að strá furuhnetum yfir deigið áður en kakan er bökuð
— EPLATERTUR — TERTUR — KAFFIMEÐLÆTI —
.
Eplakaka – klassísk
250 g smjör
250 g sykur
3 egg
þeytið vel saman.
250 g hveiti
2 tsk lyftiduft
1/2 tsk salt
blandað saman við
4 græn epli flysjuð og skorin í þunnar sneiðar
1/2 af deiginu settur í 24 cm form
raðið tveimur niðurskornum eplum ofan á og 1 1/2 tsk kanil ofan á.
Endurtekið, deig, epli kanill.
Bakið í 40-50 mín við 200°
.
— EPLATERTUR — TERTUR — KAFFIMEÐLÆTI —
.