Auglýsing
Frönsk súkkulaðiterta, súkkulaðikaka, konráð jónsson, konni jóns Templarinn, Fáskrúðsfjörður, kaffimeðlæti, terta, konni besta franska súkkulaðitertan kaka terta
Konráð fær sér sneið af franskri súkkulaðitertu

Frönsk súkkulaðiterta

Einn af fjölmörgum kostum við að reka kaffihús er að hægt er að prófa nýjar tertur á hverjum degi og líka hægt að þróa góðar tertur þannig að þær verði enn betri. Þannig varð þessi uppskrift til (og ég borðaði extra mikið af súkkulaðitertum).

Ef þið ætlið að nota mjólkursúkkulaði eða einhver gerfiefni í þessa uppskrift getið þið sleppt því að baka hana 🙂  Eitt af því sem gerir góðar tertur góðar er gott hráefni.

Auglýsing

.

SÚKKULAÐITERTURFRAKKLANDTERTUR

.

Frönsk súkkulaðiterta

200 g smjör
200 g gott dökkt súkkulaði
1-2 msk mjög sterkt kaffi
1/2 tsk salt
4 egg
2 dl sykur
2-3 msk hveiti

Setjið saman í pott súkkulaði, smjör, kaffi og salt og hitið þangað til súkkkulaðið og smjörið er bráðnað.

Þeytið mjög vel saman eggjunum og sykrinum, bætið útí súkkulaðinu og loks hveitinu. Það fer eftir ofnum hversu lengi tertur eru bakaðar og því erfitt að segja nákvæman tíma. Sjálfur hef ég þessa tertu í 20 mín í ofninum á 160°C

Krem:

70 gr smjör
150 g gott dökkt súkkulaði
2 msk síróp
1/3 tsk salt

Hitað við vægan hita og hellið yfir kökuna.

 

 Myndarlegi pilturinn á myndinni heitir Konráð.

Frönsk súkkulaðiterta
Frönsk súkkulaðiterta – ein sú allra besta

.

SÚKKULAÐITERTURFRAKKLANDTERTUR

— BESTA FRANSKA SÚKKULAÐITERTAN —

.