Sítruskaka Diddúar

Sítruskaka Diddúar Sigrún Hjálmtísdóttir DIDDÚ Pólenta kornmjöl POLENTA TÚNFÓTUR Sólrún, Keli, Bergþór, Steindór og Diddú súkkulaði möndlumjög sítróna
Sítruskaka Diddúar – næstum því óbærilega góð

Sítruskaka Diddúar

Söngdrottningin Diddú bauð í sunnudagskaffi. Við hjóluðum á óðal þeirra hjóna í Mosfellsdalnum. Diddú hefur, að því er virðist, lítið fyrir matseldinni en galdrar fram veislurétti eins og ekkert sé. Þessi sítruskaka er næstum því óbærilega góð og ég hvet ykkur til að baka hana við fyrsta tækifæri – og ef það er ekkert tækifæri þá búið þið til tækifæri. Polenta er kornmjöl, unnið úr maís.

DIDDÚ — EFTIRRÉTTIRTERTURPOLENTA

.

Sítruskaka Diddúar

225 g smjör
200 g sykur
3 egg
125 g möndlumjöl
125 g polenta
1 tsk lyftiduft
safi úr tveimur sítrónum
börkur af einni sítrónu

safi úr tveimur appelsínum (er líka gott að nota appelsínuþykkni óblandað, fæst frosið, í stað kreists safa úr appelsínum

100 g valhnetur
Jarðarber og súkkulaði til skrauts

Þeytið smjör og sykur mjög vel. Bætið út í einu og einu eggi í einu, þá þurrefnunum og loks appelsínu- og sítrónusafanum ásamt berkinum og valhnetunum og hrærið smá stund. Bakið í tertuformi í um 45 mín við 170°

Sítruskaka Diddúar Keli Sólrún Björnsdóttir Keli Bergþór Steindór Sigrún
Sólrún, Keli, Bergþór, Steindór og Diddú
Sítruskaka Diddúar

.

DIDDÚ — EFTIRRÉTTIRTERTURPOLENTA

— SÍTRUSKAKA DIDDÚAR —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.

Fyrri færsla
Næsta færsla