Sítruskaka Diddúar

Sítruskaka Diddúar Sigrún Hjálmtísdóttir DIDDÚ Pólenta kornmjöl POLENTA TÚNFÓTUR Sólrún, Keli, Bergþór, Steindór og Diddú súkkulaði möndlumjög sítróna
Sítruskaka Diddúar – næstum því óbærilega góð

Sítruskaka Diddúar

Söngdrottningin Diddú bauð í sunnudagskaffi. Við hjóluðum á óðal þeirra hjóna í Mosfellsdalnum. Diddú hefur, að því er virðist, lítið fyrir matseldinni en galdrar fram veislurétti eins og ekkert sé. Þessi sítruskaka er næstum því óbærilega góð og ég hvet ykkur til að baka hana við fyrsta tækifæri – og ef það er ekkert tækifæri þá búið þið til tækifæri. Polenta er kornmjöl, unnið úr maís.

DIDDÚ — EFTIRRÉTTIRTERTURPOLENTA

.

Sítruskaka Diddúar

225 g smjör
200 g sykur
3 egg
125 g möndlumjöl
125 g polenta
1 tsk lyftiduft
safi úr tveimur sítrónum
börkur af einni sítrónu

safi úr tveimur appelsínum (er líka gott að nota appelsínuþykkni óblandað, fæst frosið, í stað kreists safa úr appelsínum

100 g valhnetur
Jarðarber og súkkulaði til skrauts

Þeytið smjör og sykur mjög vel. Bætið út í einu og einu eggi í einu, þá þurrefnunum og loks appelsínu- og sítrónusafanum ásamt berkinum og valhnetunum og hrærið smá stund. Bakið í tertuformi í um 45 mín við 170°

Sítruskaka Diddúar Keli Sólrún Björnsdóttir Keli Bergþór Steindór Sigrún
Sólrún, Keli, Bergþór, Steindór og Diddú
Sítruskaka Diddúar

.

DIDDÚ — EFTIRRÉTTIRTERTURPOLENTA

— SÍTRUSKAKA DIDDÚAR —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Madhur Jaffrey – indverskur kjúklingur

Madhur Jeffrey - Indverskur kjúklingur

Madhur Jaffrey - indverskur kjúklingur. Vel sterkur réttur sem fær fólk til að svitna. Að vísu átti ég aðeins eitt rautt chili sem var látið duga. Súpergóður réttur borinn fram með naanbrauði og hrísgrjónum.

Sælkeraskúffa – sælkeraskúffa

Sælkeraskúffa. Hef lengi verið talsmaður þess að fólk minnki sykur í uppskriftum. Bæði er það að við eigum að vera meðvituð um óhollustu sykurs og líka að margt það hráefni sem notað er inniheldur sykur og þurrkaðir ávextir eru fínn sætugjafi. Þá er æskilegt að draga niður sætustuðul þjóðarinnar.  Sætindi með kaffinu, eins og uppskriftin er að hér að neðan, bragðast betur ef eitthvað er þó sykurinn fljóti ekki út um eyru og nef.....

Tíu vinsælustu gestabloggararnir á alberteldar.com

Tíu vinsælustu gestabloggararnir. Núna þegar árið er rétt hálfnað er ágætt að horfa um öxl og skoða hvaða gestabloggarar njóta mestra vinsælda. Gestabloggaraleikurinn felst í að 52 útbúa góðgæti fyrir bloggið á árinu. Topp tíu listinn er hér að neðan, smellið á nöfnin þeirra til að sjá færslurnar

  1. Helga Hermannsdóttir
  2. Anna Sigga Helgadóttir
  3. Margrét Jónsdóttir Njarðvík
  4. Svanhvít Valgeirsdóttir
  5. Helga Þorleifsdóttir
  6. Signý Sæmundsdóttir
  7. Edda Björgvinsdóttir
  8. Þórunn Björnsdóttir
  9. Ólöf Jónsdóttir
  10. Vigdís Másdóttir

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

Sítrónubaka með marengs

Á ættarmótsfundi bauð Vilborg upp á sítrónuböku með marens sem við borðuðum af mikilli áfergju. Sítrónukökur eru í miklu uppáhaldi um þessar mundir - sítrónur eru afar hollar og fólk ætti byrja hvern dag á að kreysta sítrónu út í vatn og drekka.

Fyrri færsla
Næsta færsla