Auglýsing
Sítruskaka Diddúar Sigrún Hjálmtísdóttir DIDDÚ Pólenta kornmjöl POLENTA TÚNFÓTUR Sólrún, Keli, Bergþór, Steindór og Diddú súkkulaði möndlumjög sítróna
Sítruskaka Diddúar – næstum því óbærilega góð

Sítruskaka Diddúar

Söngdrottningin Diddú bauð í sunnudagskaffi. Við hjóluðum á óðal þeirra hjóna í Mosfellsdalnum. Diddú hefur, að því er virðist, lítið fyrir matseldinni en galdrar fram veislurétti eins og ekkert sé. Þessi sítruskaka er næstum því óbærilega góð og ég hvet ykkur til að baka hana við fyrsta tækifæri – og ef það er ekkert tækifæri þá búið þið til tækifæri. Polenta er kornmjöl, unnið úr maís.

DIDDÚ — EFTIRRÉTTIRTERTURPOLENTA

.

Sítruskaka Diddúar

225 g smjör
200 g sykur
3 egg
125 g möndlumjöl
125 g polenta
1 tsk lyftiduft
safi úr tveimur sítrónum
börkur af einni sítrónu

safi úr tveimur appelsínum (er líka gott að nota appelsínuþykkni óblandað, fæst frosið, í stað kreists safa úr appelsínum

100 g valhnetur
Jarðarber og súkkulaði til skrauts

Þeytið smjör og sykur mjög vel. Bætið út í einu og einu eggi í einu, þá þurrefnunum og loks appelsínu- og sítrónusafanum ásamt berkinum og valhnetunum og hrærið smá stund. Bakið í tertuformi í um 45 mín við 170°

Sítruskaka Diddúar Keli Sólrún Björnsdóttir Keli Bergþór Steindór Sigrún
Sólrún, Keli, Bergþór, Steindór og Diddú
Sítruskaka Diddúar

.

DIDDÚ — EFTIRRÉTTIRTERTURPOLENTA

— SÍTRUSKAKA DIDDÚAR —

.

Auglýsing

3 athugasemdir

  1. Rakst á þessa síðu og er virkilega fegin, því þetta er frábær síða! Bookmarked;)

  2. Góðan dag, mig langar svo til að baka Sítrúskökuna hennar Diddúar en ég finn hvergi þetta Polenta mjöl sem hún notar í kökuna. Hefurðu hugmynd um hvar er hægt að kaupa þetta.
    Kveðja, Helga

Comments are closed.