Sítruskaka Diddúar

Sítruskaka Diddúar Sigrún Hjálmtísdóttir DIDDÚ Pólenta kornmjöl POLENTA TÚNFÓTUR Sólrún, Keli, Bergþór, Steindór og Diddú súkkulaði möndlumjög sítróna
Sítruskaka Diddúar – næstum því óbærilega góð

Sítruskaka Diddúar

Söngdrottningin Diddú bauð í sunnudagskaffi. Við hjóluðum á óðal þeirra hjóna í Mosfellsdalnum. Diddú hefur, að því er virðist, lítið fyrir matseldinni en galdrar fram veislurétti eins og ekkert sé. Þessi sítruskaka er næstum því óbærilega góð og ég hvet ykkur til að baka hana við fyrsta tækifæri – og ef það er ekkert tækifæri þá búið þið til tækifæri. Polenta er kornmjöl, unnið úr maís.

DIDDÚ — EFTIRRÉTTIRTERTURPOLENTA

.

Sítruskaka Diddúar

225 g smjör
200 g sykur
3 egg
125 g möndlumjöl
125 g polenta
1 tsk lyftiduft
safi úr tveimur sítrónum
börkur af einni sítrónu

safi úr tveimur appelsínum (er líka gott að nota appelsínuþykkni óblandað, fæst frosið, í stað kreists safa úr appelsínum

100 g valhnetur
Jarðarber og súkkulaði til skrauts

Þeytið smjör og sykur mjög vel. Bætið út í einu og einu eggi í einu, þá þurrefnunum og loks appelsínu- og sítrónusafanum ásamt berkinum og valhnetunum og hrærið smá stund. Bakið í tertuformi í um 45 mín við 170°

Sítruskaka Diddúar Keli Sólrún Björnsdóttir Keli Bergþór Steindór Sigrún
Sólrún, Keli, Bergþór, Steindór og Diddú
Sítruskaka Diddúar

.

DIDDÚ — EFTIRRÉTTIRTERTURPOLENTA

— SÍTRUSKAKA DIDDÚAR —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Askarnir þrifnir

IMG_2458

„Allir borðuðu úr öskum. Tvisvar á ári voru þeir þvegnir: úr hangikjötssoðinu
fyrir jólin og sumardaginn fyrsta, annars voru hundarnir látnir
„verka“ þá eftir hverja máltíð; askurinn settur niður á gólf með ofurlitla
matarleif í lögginni, hundarnir sleiktu hann vel og vandlega, eigandinn
tók síðan ask sinn upp, blés einu sinni ofan í hann, setti hann upp
á hillu, með það var hann góður. Ekkert okkar hefir þó orðið sullaveikt.“
-Ólöf Sigurðardóttir f.1857 í Húnavatnssýslu. Eimreiðin 1906

Matarspjallfundir Alberts og Betu næringarfræðings

Matarspjallfundir Alberts og Betu næringarfræðings. Við Elísabet Reynisdóttir næringarfræðingur eða Beta eins og ég kalla hana erum búin að hittast reglulega frá því í haust með það að markmiði að skoða mataræði mitt og hvort hægt er að gera betur og þá hvernig. Ástæðan fyrir því að ég fór til Betu var ekki það að eitthvað væri að angra mig sérstaklega, heldur meira að mig langaði að gera sjá með aðstoð næringarfræðings hvort ég væri í alvöru að borða hollt og jafnvel gera nokkrar tilraunir. Við tókum þetta skref fyrir skref

Rúllutertu- og frómasgóðgæti

Rúllutertu- og frómasgóðgæti. Ó hvað mér þótti svona nokkuð gott í æsku. Rúlluterta skorin í sneiðar og sett í skál eða í kökuform. Síðan var frómas hellt í og kælt. Að því búnu var herlegheitunum hvolft á disk og borið þannig fram.

Uppskriftasamkeppni fyrir Kökubækling Nóa Síríus 2017

Uppskriftasamkeppni fyrir Kökubækling Nóa Síríus 2017. Þau eru mörg verkefnin og ólík. Á dögunum var ég beðinn að útbúa uppskriftir fyrir kökubækling Nóa Síríus sem kemur út í haust. Næstu vikur verða því ekkert sérstaklega leiðinlegar, hér verða prófaðar uppskriftir fyrir bæklinginn. Til að gera hann enn fjölbreyttari blása alberteldar.com og Nói Síríus til uppskriftasamkeppni og mun ein uppskrift birtast í kökubæklingnum(kannski tvær). Eina skilyrðið er að í uppskriftinni séu vara/vörur frá Nóa Síríus.

Að sjálfsögðu verða verðlaun fyrir bestu uppskriftina: Glæsileg karfa með vörum frá Nóa Síríus og verðlaunauppskriftin birtist í kökubæklingunum (og kannski smá aukaglaðningur). Auk þess verða veitt verðlaun fyrir annað og þriðja sætið

Endilega hvetjið bökurnarglaða Íslendinga til að vera með og sendið inn uppskriftir á netfangið albert.eiriksson@gmail.com Skilafrestur er til 31.júlí nk.

Þið megið gjarnan deila færslunni

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

Fyrri færsla
Næsta færsla