Frosin roloterta Stínu Ben

Frosin roloterta Stínu Ben Kristín Benediktsdóttir STÍNA BEN
Frosin Rolo ostaterta

Frosin Rolo ostaterta. Stína Ben kallar nú ekki allt ömmu sína og galdrar fram terturnar. Þetta er kannski ekki hollasta terta sem til er, en hvað um það….

STÍNA BENTERTURKAFFIMEÐLÆTI  —

Frosin Rolo ostaterta

130 g makkarónukökur

100 g smör

300 g rjómaostur

130 g flórsykur

1 tsk vanilludropar

5 dl þeyttur rjómi

150 sýrður rjómi

3 pakkar rolo

Setjið smjörpappír á botninná 24-26 cm smelluformi.
Myljið makkarónukökurnar gróft í skál.
Blandið smöri saman við og setjið makkarónublönduna á botninn á formiu, breiðið úr henni en þjappið ekki.
Hrærið rjómaost, flórsykur og vanilludropa saman.
Blandið þeyttum rjóma saman við og hellið blöndunni ofan á makkarónubotninn og sléttið vel.

Bræðið sýrðan rjóma og rolo varlega saman í vatnsbaði, kælið aðeins og breiðið yfir ostablönduna. Frystið, berið kökuna fram hálf frosna.

— FROSIN ROLOTERTA —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Marsípankaka með vínberjum

baka vinber marsipan

Marsípankaka með vínberjum. Hildigunnur er af mikilli matar- og tónlistarfjölskyldu komin. Stundum hef ég velt því fyrir mér hvort eitthvað komist annað að þegar fjölskyldan hittist en matur og tónlist :) Hildigunnur birtir sínar uppskriftir hér

Stöðfirskt gelgjufóður

Stöðfirskt gelgjufóður. Af misjöfnu þrífast börnin best. Þegar ég var barn borðaði ég allskonar fóður, sem mig langar ekkert að smakka í dag. Hjá Ástu Snædísi í Brekkunni á Stöðvarfirði er afar vinsælt hjá unglingum staðarins það sem kallað er gelgjufóður.