Frosin roloterta Stínu Ben

Frosin roloterta Stínu Ben Kristín Benediktsdóttir STÍNA BEN
Frosin Rolo ostaterta

Frosin Rolo ostaterta. Stína Ben kallar nú ekki allt ömmu sína og galdrar fram terturnar. Þetta er kannski ekki hollasta terta sem til er, en hvað um það….

STÍNA BENTERTURKAFFIMEÐLÆTI  —

Frosin Rolo ostaterta

130 g makkarónukökur

100 g smör

300 g rjómaostur

130 g flórsykur

1 tsk vanilludropar

5 dl þeyttur rjómi

150 sýrður rjómi

3 pakkar rolo

Setjið smjörpappír á botninná 24-26 cm smelluformi.
Myljið makkarónukökurnar gróft í skál.
Blandið smöri saman við og setjið makkarónublönduna á botninn á formiu, breiðið úr henni en þjappið ekki.
Hrærið rjómaost, flórsykur og vanilludropa saman.
Blandið þeyttum rjóma saman við og hellið blöndunni ofan á makkarónubotninn og sléttið vel.

Bræðið sýrðan rjóma og rolo varlega saman í vatnsbaði, kælið aðeins og breiðið yfir ostablönduna. Frystið, berið kökuna fram hálf frosna.

— FROSIN ROLOTERTA —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Fríða súkkulaðikaffihús á Siglufirði

Fríða súkkulaðikaffihús á Siglufirði. Fyrir ári síðan opnaði Fríða Gylfadóttir súkkulaðikaffihús á Siglufirði. Fríða gaf uppskrift fyrr á þessu ári. Við heimsóttum hana og urðum gjörsamlega orðlausir - þarna er allt til fyrirmyndar, gæða hráefni og allt vandað og nostrað við. Mjög fallegt kaffihús og greinilegt á öllu að þarna er listakona á ferð. Staðurinn er jafnmikið listaverk og súkkulaðið. Í öllum bænum komið við hjá Fríðu á Siglufirði.

Boeuf bourguignon all´italiana með ofnsteiktum kartöflum

Nautakjöt

Boeuf bourguignon all´italiana með ofnsteiktum kartöflum. Fyrsta æfing Sætabrauðsdrengjanna fyrir jólatónleikana var í sumarbústað í byrjun september. Þar var mikið sungið og mikið borðað.