Auglýsing
Súkkulaðimús Súkkulaðimús - Mousse au chocolat
Súkkulaðimús – Mousse au chocolat – silkimjúk.

Súkkulaðimús – Mousse au chocolat

Silkimjúk og unaðslega góð súkkulaðimús sem ekki er nokkur leið að hætta að borða fyrr en allt er búið.

.

SÚKKULAÐIMÚS SÚKKULAÐI — EFTIRRÉTTIR

.

Súkkulaðimús – Mousse au chocolat Fyrir 10 glös

200 g dökkt gott súkkulaði

75 g smjör

9 egg

125 g sykur

2 msk koníak

Bræðið saman súkkulaði og smjör í vatnsbaði. Stífþeytið eggjahvíturnar með sykrinum. Þeytið eggjarauðurnar létt og blandið saman við súkkulaðið og smjörið í smáum skömmtum. Blandið síðan saman við eggjahvíturnar ásamt koníakinu. Hellið í litlar skálar og geymið í kæli. Skreytið með rjóma, jarðarberi eða öðru sem hugmyndaflugið lætur ráða.

.

SÚKKULAÐIMÚS SÚKKULAÐI — EFTIRRÉTTIR

—  SÚKKULAÐIMÚS —

.

Auglýsing