Súkkulaðimús – Mousse au chocolat

Súkkulaðimús Súkkulaðimús - Mousse au chocolat
Súkkulaðimús – Mousse au chocolat – silkimjúk.

Súkkulaðimús – Mousse au chocolat

Silkimjúk og unaðslega góð súkkulaðimús sem ekki er nokkur leið að hætta að borða fyrr en allt er búið.

.

SÚKKULAÐIMÚS SÚKKULAÐI — EFTIRRÉTTIR

.

Súkkulaðimús – Mousse au chocolat Fyrir 10 glös

200 g dökkt gott súkkulaði

75 g smjör

9 egg

125 g sykur

2 msk koníak

Bræðið saman súkkulaði og smjör í vatnsbaði. Stífþeytið eggjahvíturnar með sykrinum. Þeytið eggjarauðurnar létt og blandið saman við súkkulaðið og smjörið í smáum skömmtum. Blandið síðan saman við eggjahvíturnar ásamt koníakinu. Hellið í litlar skálar og geymið í kæli. Skreytið með rjóma, jarðarberi eða öðru sem hugmyndaflugið lætur ráða.

.

SÚKKULAÐIMÚS SÚKKULAÐI — EFTIRRÉTTIR

—  SÚKKULAÐIMÚS —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Rolo ostaterta

Rolo ostaterta. Í stórafmæli á dögunum voru allmargir gestir beðnir að koma með kökur og annað meðlæti með kaffinu. Veitingarnar voru síðan settar á stórt hlaðborð. Ein af þeim tertum sem stóðu uppúr var hálffrosin Rolo ostaterta sem Guðný útbjó eftir uppskrift frá Maríu systur sinni. María símaði til mín uppskriftina frá Neskaupstað. Þessi uppskrift birtist fyrst í Gestgjafanum en er hér lítillega breytt.

Ostalausa vikan – Beta Reynis næringarfræðingur og Albert snúa bökum saman til betra lífs

https://www.youtube.com/watch?v=cq4rX7J_r5YOstalausa vikan - Beta Reynis næringarfræðingur og Albert snúa bökum saman til betra lífs. Verkefni vikunnar, fyrir utan að halda áfram með matardagbókina, var að taka út allan ost í heila viku. Í fyrsta viðtalinu okkar fattaði Beta mjög fljótt að ég er sjúklega mikill ostakarl.

Smellið á: LESA MEIRA til að sjá myndbandið