Súkkulaðimús – Mousse au chocolat

Súkkulaðimús Súkkulaðimús - Mousse au chocolat
Súkkulaðimús – Mousse au chocolat – silkimjúk.

Súkkulaðimús – Mousse au chocolat

Silkimjúk og unaðslega góð súkkulaðimús sem ekki er nokkur leið að hætta að borða fyrr en allt er búið.

.

SÚKKULAÐIMÚS SÚKKULAÐI — EFTIRRÉTTIR

.

Súkkulaðimús – Mousse au chocolat Fyrir 10 glös

200 g dökkt gott súkkulaði

75 g smjör

9 egg

125 g sykur

2 msk koníak

Bræðið saman súkkulaði og smjör í vatnsbaði. Stífþeytið eggjahvíturnar með sykrinum. Þeytið eggjarauðurnar létt og blandið saman við súkkulaðið og smjörið í smáum skömmtum. Blandið síðan saman við eggjahvíturnar ásamt koníakinu. Hellið í litlar skálar og geymið í kæli. Skreytið með rjóma, jarðarberi eða öðru sem hugmyndaflugið lætur ráða.

.

SÚKKULAÐIMÚS SÚKKULAÐI — EFTIRRÉTTIR

—  SÚKKULAÐIMÚS —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Rabarbarasulta með engifer

Rabarbarasulta

Rabarbarasulta með engifer. Ó blessað sultutauið sem hefur fylgt þjóðinni í gegnum aldirnar. Held ég hafi borðað yfir mig af rabarbarasultu í æsku, eða svona næstum því....  Við Marsibil suðum rabarbarasultu og hún sá um að merkja krukkurnar.

Gulrótaterta

Gulrótaterta. Alltaf er nú gott að fá sér (væna) sneið af gulrótartertu. Hef áður talað um að óhætt sé að minnka sykurmagn í tertum. Hér minnkaði ég bæði sykurinn í tertunni og í kreminu. Svei mér þá ef afraksturinn verður ekki enn betri... Já og ekki spara kanilinn, hafið teskeiðarnar vel fullar :-)