Bláberjaterta
Í dag komu prúðbúnir gestir sem fengu bláberjatertu með kaffinu. Þeir sem eru svo heppnir að eiga ennþá bláber í frysti síðan í sumar ættu að nýta þau vel, t.d. í bláberjatertu. Við settum öll okkar ber í safapressu í haust og því engin ber til. Í fyllinguna notaði ég frosin bláber úr búð og skreytti með ferskum berjum. Þessi terta er guðdómlega góð.
.
Bláberjaterta
botn
3 1/2 dl hnetur
2 1/2 dl þurrkaðar apríkósur
smá salt
fylling:
6 dl bláber – fersk eða frosin
4 dl kasjúhnetur
1 msk agave eða hunang
1-2 msk hrátt kakóduft
smá salt
bláber til skrauts
Ef apríkósurnar eru mjög þurrar þarf að leggja þær í bleyti í 2-3 klst. Setjið í hneturnar matvinnsluvél og malið, bætið apríkósunum saman við og hrærið vel saman. Þjappið í kringlótt form (aðeins upp með hliðunum) með bökunarpappír í botninum. Kælið
Setjið bláber, kasjúhnetur, agave/hunang, kakó og salt í matvinnsluvél. Maukið og setjið á botninn. Skreytið með bláberjum. Kælið í um klst.
.
.