Bláberjaterta

Bláberjaterta, bláber, hráterta, terta, hollusta raw food kaka
Bláberjaterta

Bláberjaterta

Í dag komu prúðbúnir gestir sem fengu bláberjatertu með kaffinu. Þeir sem eru svo heppnir að eiga ennþá bláber í frysti síðan í sumar ættu að nýta þau vel, t.d. í bláberjatertu. Við settum öll okkar ber í safapressu í haust og því engin ber til. Í fyllinguna notaði ég frosin bláber úr búð og skreytti með ferskum berjum. Þessi terta er guðdómlega góð.

 HRÁTERTURBLÁBER

.

Bláberjaterta

botn

3 1/2 dl hnetur

2 1/2 dl þurrkaðar apríkósur

smá salt

fylling:

6 dl bláber – fersk eða frosin

4 dl kasjúhnetur

1 msk agave eða hunang

1-2 msk hrátt kakóduft

smá salt

bláber til skrauts

Ef apríkósurnar eru mjög þurrar þarf að leggja þær í bleyti í 2-3 klst. Setjið í hneturnar matvinnsluvél og malið, bætið apríkósunum saman við og hrærið vel saman. Þjappið í kringlótt form (aðeins upp með hliðunum) með bökunarpappír í botninum. Kælið

Setjið bláber, kasjúhnetur, agave/hunang, kakó og salt í matvinnsluvél. Maukið og setjið á botninn. Skreytið með bláberjum. Kælið í um klst.

FLEIRI HRÁTERTUR

.

Bláberjaterta
Bláberjaterta

 HRÁTERTURBLÁBER

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Silungur með kóriander/basil pestói

Silungur

Silungur með kóriander/basil pestói

Góður fiskur er hreinasta dásemd. Sjálfur er ég hrifnastur af feitum fiski, hann er bæði ríkur af d-vítamíni og omega 3. Fiskur er kjörið hráefni til að nota í hina og þessa rétti. Helst þarf að passa að ofelda/sjóða ekki fiskinn, já og líka að velja ferskan góðan fisk.  Annars er gaman að segja frá því að þegar ég kom heim út fiskbúðinn með silunginn hringdi í mig kona sem les þetta blogg reglulega. Hana vantaði hugmynd að eldun kvöldmatarins. Hún sagðist vera með fisk sem maðurinn hennar veiddi, sennilega væri það silungur.

Pistasíukaka – ólýsanlegt hnossgæti

Pistasíukaka Einhverju sinni hringdi Benni í mig og benti mér á köku sem inniheldur sítrónur, pistasíuhnetur og möndlur. Að sögn var hún hreint ólýsanlegt hnossgæti. Samsetningin kom mér forvitnilega fyrir sjónir svo ég stóðst ekki mátið, varð mér úti um uppskriftina og bakaði kökuna á sunnudagssíðdegi við ljúfan undirleik Rásar 1...

Döðlur með Gorgonzola

P1013662

Döðlur með Gorgonzola. Uppáhaldsosturinn minn um þessar mundir (og alla þessa öld...) er Gorgonzola, silkimjúkur, örlítið saltur og dásamlega bragðgóður þegar hann er passlega þroskaður. Þó Gorgonzolafylltar döðlur hljómi etv framandi í sumra eyrum, ættuð þið að prófa. Það er auðveldast að eiga við döðlurnar í kössunum, þær eru passlega mjúkar. Döðlurnar má útbúa með nokkurra klst fyrirvara og bera fram við stofuhita (eldhússhita).