Pasta með graskerssveppasósu. Stundum finnst manni „ekkert vera til”. Þá er ágætt að gera könnun í ísskápnum og etv víðar, fara síðan á netið og slá inn hráefnunum sem þó eru til og sjá hvaða uppskrift kemur upp
Pasta með graskerssveppasósu
3-4 b pasta
4 msk góð olía
2 hvítlauksrif
1/2 laukur
1 b sveppir, saxaðir gróft
1 b spínat eða grænkál
1 b gróft saxað grasker
3/4 b grænmetissoð
1 tsk basil
salt og pipar
Steikið lauk, hvítlauk og sveppi í olíu. Bætið við spínati, graskeri, kryddum og grænmetissoði. Látið malla í um 15 mín. maukið. Sjóðið pastað samkvæmt leiðbeiningum, hellið soðinu af og blandið saman við sósuna.