Pasta með graskerssveppasósu

Pasta með graskerssveppasósu grasker sveppir þegar ekkert er til marsibil grænkál basil sveppasósa
Pasta með graskerssveppasósu

Pasta með graskerssveppasósu

Stundum finnst manni „ekkert vera til”. Þá er ágætt að gera könnun í ísskápnum og etv víðar, fara síðan á netið og slá inn hráefnunum sem þó eru til og sjá hvaða uppskrift kemur upp

Pasta með graskerssveppasósu

3-4 b pasta

4 msk góð olía

2 hvítlauksrif

1/2 laukur
1 b sveppir, saxaðir gróft

1 b spínat eða grænkál

1 b gróft saxað grasker

3/4 b grænmetissoð

1 tsk basil

salt og pipar

Steikið lauk, hvítlauk og sveppi í olíu. Bætið við spínati, graskeri, kryddum og grænmetissoði. Látið malla í um 15 mín. maukið. Sjóðið pastað samkvæmt leiðbeiningum, hellið soðinu af og blandið saman við sósuna.

FLEIRI PASTARÉTTIR

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vorkaffi Fáskrúðsfirðingafélagsins

Vorkaffi Fáskrúðsfirðingafélagsins. Það er eitthvað notalegt við að vera í átthagafélagi. Því miður eiga þau mörg undir högg að sækja með breyttu landslagi í stafrænni tækin, greiðari og auknum ferðalögum, aukinni afþreyjingu og ýmsu fleiri. Það að vera í átthagafélagi fær fólk til að hugsa hlýlega til heimahaganna og svo eru stundum kaffisamkomur eins og hjá Fáskrúðsfirðingafélaginu í dag.

Sítrusapríkósumarmelaði

Marmelaði - DSC01767Marmelaði Ingveldar G. DSC01775

Sítrusapríkósumarmelaði. Útvarpskonunni ljúfu, Ingveldi G. Ólafsdóttur er margt til lista lagt og er vel þekkt fyrir að galdra fram veislumat úr svo að segja engu. Hún er afar nýtin á matarafganga eitthvað sem margir gætu tekið sér til fyrirmyndar. Frétti af bragðgóðu marmelaði hjá Ingveldi og hún tók ljúflega í beiðni mína um uppskriftina

Álfacafé á Borgarfirði eystra #Ísland

IMG_4700

Álfacafé á Borgarfirði eystra. Það er aðdáunarvert hversu framarlega Borgfirðingar standa í ferðamálum og hafa gert síðustu áratugina. Einhver óvanalegasta hönnun á veitingastað er á Álfacafé á Borgarfirði eystra. Það má sjá mjög stóra steina innandyra, sagaðar steinborðplötur og á veggjum eru meðal annars myndir eftir Kjarval af Borgfirðingum. Daglega allt sumarið er hægt að fá kjarngóða fiskisúpu sem er einstaklega bragðgóð. Með henni er borið fram heimabakað brauð.

Fyrri færsla
Næsta færsla