Auglýsing
Pasta með graskerssveppasósu grasker sveppir þegar ekkert er til marsibil grænkál basil sveppasósa
Pasta með graskerssveppasósu

Pasta með graskerssveppasósu. Stundum finnst manni „ekkert vera til”. Þá er ágætt að gera könnun í ísskápnum og etv víðar, fara síðan á netið og slá inn hráefnunum sem þó eru til og sjá hvaða uppskrift kemur upp

Pasta með graskerssveppasósu

Auglýsing

3-4 b pasta

4 msk góð olía

2 hvítlauksrif

1/2 laukur
1 b sveppir, saxaðir gróft

1 b spínat eða grænkál

1 b gróft saxað grasker

3/4 b grænmetissoð

1 tsk basil

salt og pipar

Steikið lauk, hvítlauk og sveppi í olíu. Bætið við spínati, graskeri, kryddum og grænmetissoði. Látið malla í um 15 mín. maukið. Sjóðið pastað samkvæmt leiðbeiningum, hellið soðinu af og blandið saman við sósuna.

FLEIRI PASTARÉTTIR