Sænskar semlor

semlur Sænskar semlor svíþjóð bollur bolludagur rjómabollur bolludagsbollur sænskur matur
Sænskar semlor

Sænskar semlor

Svíar byrja öllu fyrr að baka bolludagsbollur en við. Fljótlega upp úr áramótum fara að sjást semlor í bakaríum. Kannski er alveg ástæðulaust að tengja bollur við ákveðinn dag, einu sinni á ári. Sænskar semlur eru afar ljúffengar og runnu vel niður í maga okkar í síðustu ferð til Svíþjóðar.

SVÍÞJÓÐBOLLUDAGURBOLLUR

.

Sænskar semlor

75 g smjör
2½ dl mjólk
½ pk þurrger
örlítið salt
½ dl sykur
7½ dl hveiti
1 tsk. kardimommur
1 dl egg til að pensla með

Fylling:

220 g marsípan, við stofuhita
1 dl mjólk
möndludropar
3 dl rjómi
mjólk
þeyttur rjómi
flórsykur til að strá ofan á

Bollurnar:  Smjörið er brætt og mjólkinni bætt saman við, blandan á að vera um 37°C. Gerið er sett út í og leyst upp, síðan er salti, sykri, kardimommum og hveiti bætt saman við. Hnoðið vel saman og látið deigið lyfta sér á hlýjum stað undir þurrkustykki þar til það hefur tvöfaldast að stærð – í 30-60 mínútur. Leggið bökunarpappír á ofnplötu, mótið bollur og raðið þar á; deigið dugar í ca 18 bollur. Látið bollurnar lyfta sér í um hálftíma á hlýjum stað með röku stykki yfir.
Penslið bollurnar með pískuðu eggi og bakið í 10–15 mínútur við 220°C eða þar til bollurnar eru bakaðar í gegn.

Skerið gat á topp bollanna, eftir að þær hafa kólnað, og holið aðeins að innan. Hrærið saman marsípan og mjólk og setjið inn í bollurnar. Þeytið rjóma og setjið ofan á marsípanið, setjið lokið á og stráið flórsykri yfir.

.

SVÍÞJÓÐBOLLUDAGURBOLLUR

— SÆNSKAR SEMLUR —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Stór veisla, undirbúningur og framkvæmd – nokkur ráð

 

Stór veisla, undirbúningur og framkvæmd - nokkur ráð. Þann 16. ágúst giftum við Bergþór okkur. Við lögðum vinnu í undirbúning og skipulagningu og fengum aðstoð frá fjölmörgum. Góð kona benti okkur á að því meiri tíma sem við legðum í undirbúninginn, því eftirminnilegri yrði giftingardagurinn.

Engar tvær veislur eru eins og það sama á við um undirbúninginn. Hef fengið hvatningu til að setja hér inn nokkra punkta um hvernig undirbúningurinn og veislan sjálf var, punkta sem geta nýst fólki sem er að fara að skipuleggja stórar veislur. Til að forðast misskilning þá eru þetta engar reglur, aðeins punktar um hvernig við gerðum þetta.

Túrmerikheilsudrykkur Þóru

Túrmerikheilsudrykkur Þóru

Túrmerikheilsudrykkur Þóru. Eins og hundrað og eitthvað sinnum hefur komið fram skiptumst við á að koma með hressingu með tíukaffinu á föstudögum í vinnunni. Þóra sló heldur betur í gegn með tveimur tegundum af brauðmeti og þessum undurgóða heilsudrykk

SaveSave

Bryggjan brugghús

 

Bryggjan brugghús. Það er ævintýri líkast að fylgjast með uppbyggingunni á Grandanum í Reykjavík og nú er svo komið að Grandinn er orðinn hluti af miðborginni. Þar sem áður var fiskvinnsla á vegum Bæjarútgerðar Reykjavíkur er nú veitingastaðurinn Bryggjan brugghús. Róandi staður í beinni tengingu við höfnina og hafið. Sérstaðan er góður matur og bjórframleiðsla á staðnum. Kjörinn staður fyrir minni og stærri hópa.