Eyjólfskjúklingur – pestókjúlli

Eyjólfskjúklingur, Eyjólfur Eyjólfsson pestó rósmarín kjúlli grænn
Eyjólfskjúklingur – pestókjúlli

Eyjólfskjúklingur. Ekki veit ég hvernig stendur á því að óperusöngvarar hafa botnlausan áhuga á mat og matargerð. Eyjólfur er eins og aðrir söngvarar, getur talað endalaust um góðan mat og hefur lítið fyrir því að galdra hann fram. Eyjólfur býr og starfar í Hollandi og unir þar hag sínum vel (ekki síst í eldhúsinu). Kjúklingurinn var soðinn lengi við lágan hita og lungnamjúkt kjötið rann af beinunum og næstum því bráðnaði í munni.

Eyjólfskjúklingur

1 kjúklingur

1 laukur

2 hvítlauksrif

2-3 msk góð olía

1/2 l matreiðslurjómi

1 dl vatn

grænmetiskraftur

2 dl pestó

1-2 msk hunang

1 grein ferskt rósmarín

salt og pipar

Bútið kjúklinginn niður og brúnið hann í olíunni, saxið lauk og hvítlauk og bætið saman við ásamt rjóma, vatni, grænmetiskrafti, pestói, hunangi, rósmaríni, salti og pipar

Sjóðið við vægan hita í um 40 mín.

Eyjólfskjúklingur Eyjólfur Eyjólfsson
Eyjólfskjúklingur – pestókjúlli

 

kartöflur
Steiktar kartöflur
Auglýsing

Meira úr sama flokki

Múslí – heimagert og meiriháttar

Múslí. Fjölmargt er hægt að nota til að útbúa sitt eigið múslí, það er bæði auðvelt og skapandi. Hér er uppskrift sem ég hef til hliðsjónar. Ekki láta hugfallast þó eitthvað vanti, það er ekki hundrað í hættunni. Oftast nota ég rúsínur en vel má nota aðra þurrkaða niðursaxaða ávexti eða ber. Þá eykur það fjölbreytnina að blanda saman við tilbúnu góðu múslíi.

Einfaldur og fljótlegur desert Svanhvítar

Einfaldur og fljótlegur desert Svanhvítar „Þetta er dæmigerður belgískur eftirréttur. Belgar nota Speculoos kexið í allskonar kökur og eftir rétti. Svanhvít gerir þennan eftirrétt stundum þegar hún fær fólk í heimsókn. Ef þið fáið ekki Speculoos kex í búðum má nota LU-kex með kanil."

Fyrri færsla
Næsta færsla