Auglýsing
Eyjólfskjúklingur, Eyjólfur Eyjólfsson pestó rósmarín kjúlli grænn
Eyjólfskjúklingur – pestókjúlli

Eyjólfskjúklingur. Ekki veit ég hvernig stendur á því að óperusöngvarar hafa botnlausan áhuga á mat og matargerð. Eyjólfur er eins og aðrir söngvarar, getur talað endalaust um góðan mat og hefur lítið fyrir því að galdra hann fram. Eyjólfur býr og starfar í Hollandi og unir þar hag sínum vel (ekki síst í eldhúsinu). Kjúklingurinn var soðinn lengi við lágan hita og lungnamjúkt kjötið rann af beinunum og næstum því bráðnaði í munni.

Eyjólfskjúklingur

1 kjúklingur

1 laukur

2 hvítlauksrif

2-3 msk góð olía

1/2 l matreiðslurjómi

1 dl vatn

grænmetiskraftur

2 dl pestó

1-2 msk hunang

1 grein ferskt rósmarín

salt og pipar

Bútið kjúklinginn niður og brúnið hann í olíunni, saxið lauk og hvítlauk og bætið saman við ásamt rjóma, vatni, grænmetiskrafti, pestói, hunangi, rósmaríni, salti og pipar

Sjóðið við vægan hita í um 40 mín.

Eyjólfskjúklingur Eyjólfur Eyjólfsson
Eyjólfskjúklingur – pestókjúlli

 

kartöflur
Steiktar kartöflur
Auglýsing