
Sumarauki – hráterta
Mikið lifandis skelfingar ósköp eru hrátertur góðar. Þær sameina ferskleika, náttúrulega sætu og fallega áferð í einum bita. Í vinkvenakaffiboðinu kom Íris með þessa dásemdar tertu sem rann ljúflega niður og hvarf af diskinum á svipstundu. Þetta er ein af þessum tertum sem kalla fram sumarstemningu, hvort sem sólin skín eða ekki – sannkallaður sumarauki.
— HRÁTERTUR — VINKVENNAKAFFI — TERTUR — ÍRIS SVEINSD —
☀️

Sumarauki – hráterta
6 meðalstórar gulrætur
2 b kókosmjöl
2 b döðlur
2 b apríkósur
2 b möndlur
2 msk kakó nibbur
2 msk Lucuma duft
1/3 tsk salt
Setjið allt í matvinnsluvél og maukið. Látið í tertuform og þjappið.
Kremið:
1 b fersk jarðarber (eða frosin)
1 bolli mjúkar döðlur
1/2 b kasjú hnetur sem búnar eru að liggja í bleyti.
Maukið allt vel saman og smyrjið yfir botninn skreytið með berjum


🌞
— HRÁTERTUR — VINKVENNAKAFFI — TERTUR — ÍRIS SVEINSD —
🌞

