Auglýsing
Heslihnetuterta Carola, hnetur terta, kaka Heslihnetuterta með súkkulaði heslihnetur
Heslihnetuterta með súkkulaði

Heslihnetuterta. Carola bauð í afmæliskaffisamsæti á dögunum, það er afar auðvelt að fá matarást á henni enda fer ég oft til Carolu – þar er hver tertan annari betri.

CAROLAHESLIHNETURTERTUR

Auglýsing

.

Heslihnetuterta

5 egg, aðskilin

50 g sykur

5 msk sykur

170 g dökkt gott súkkulaði, saxað

250 g smátt saxaðar heslihnetur

Ofan á:
100 g gott dökkt súkkulaði
2 msk góð olía
1 dl möndluflögur

Þeytið saman eggjarauður og 50 g sykur þar til blandan verður létt og ljós. Stífþeytið eggjahvíturnar með 5 msk af sykri og blandið þeim varlega saman við eggjarauðumassann með sleif. Blandið til skiptis söxuðu súkkulaði og hnetum saman við. Setjið bökunarpappír í 25 cm lausbotna hringform og bakið tertuna í miðjum ofni við 160°C í 30-40 mínútur.

 Ofan á: bræðið súkkulaðið í vatnsbaði, bætið olíunni saman við. Hellið yfir tertuna og stráið möndluflögunum yfir.

Heslihnetuterta carola
Prúðbúnir afmælisgestir Carolu

.

CAROLAHESLIHNETURTERTUR

.

1 athugasemd

  1. Sæll Albert.
    Þessi lítur vel út. Ein spurning; hvort er 50 g eða 100 g af sykri þeytt með rauðunum?

Comments are closed.