Heslihnetuterta með súkkulaði

Heslihnetuterta Carola, hnetur terta, kaka Heslihnetuterta með súkkulaði heslihnetur
Heslihnetuterta með súkkulaði

Heslihnetuterta

Carola bauð í afmæliskaffisamsæti á dögunum, það er afar auðvelt að fá matarást á henni enda fer ég oft til Carolu – þar er hver tertan annari betri.

CAROLAHESLIHNETURTERTUR

.

Heslihnetuterta

5 egg, aðskilin

50 g sykur

5 msk sykur

170 g dökkt gott súkkulaði, saxað

250 g smátt saxaðar heslihnetur

Ofan á:
100 g gott dökkt súkkulaði
2 msk góð olía
1 dl möndluflögur

Þeytið saman eggjarauður og 50 g sykur þar til blandan verður létt og ljós. Stífþeytið eggjahvíturnar með 5 msk af sykri og blandið þeim varlega saman við eggjarauðumassann með sleif. Blandið til skiptis söxuðu súkkulaði og hnetum saman við. Setjið bökunarpappír í 25 cm lausbotna hringform og bakið tertuna í miðjum ofni við 160°C í 30-40 mínútur.

 Ofan á: bræðið súkkulaðið í vatnsbaði, bætið olíunni saman við. Hellið yfir tertuna og stráið möndluflögunum yfir.

Heslihnetuterta carola
Prúðbúnir afmælisgestir Carolu

.

CAROLAHESLIHNETURTERTUR

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Kúrbítsbrauð

Kúrbítsbrauð

Kúrbítsbrauð. Nú er ég farinn að nota heilhveiti mun meira en áður, stundum með venjulegu hveiti en oftast  ekki. Þó líkami okkar sé næstum því fullkominn þá ræður hann ekki við að melta heil hörfræ. Best finnst mér að mala þau í kaffikvörninni, matvinnsluvélar vinna illa á þeim.

Ananassalsa – litfagurt og hollt salat

 

Ananassalsa - litfagurt og hollt salat. Það tekur ekki nema fimmtán mínútur að útbúa þetta holla salat. Sætt ananasbragðið passar vel með kóríander og chili. Salatið hentar með kjúklingaréttum, fiski eða sér með stökkum flögum.

Eru (brún)egg ofmetin?

eggsubstitutions

Eru (brún)egg ofmetin? Brún egg eru ekki hollari en önnur egg og næringargildin eru þau sömu. Eggin verða ekki brún við það að hænurnar ganga frjálsar eða eru „vistvænar".

Rabarbara-og jarðarberjadrykkur

Rabarbara-og jarðarberjadrykkur. Þessi svalandi ískaldi drykkur er bragðgóður og mjög fallegur á litinn. Í heimsókn okkar til Kristjáns og Rögnu í Reykjadalnum í sumar fengum við þennan fagurrauða svaladrykk.

SaveSave

SaveSave