Allir bjóða öllum – Potluck party – Pálínuboð

hvað er pálíinuboð sumargrill, Allir bjóða öllum - Potluck party - þóra einarsdóttir Pálínuboð reglur fyrir hvað þarf að hafa í huga hugmyndir fyrir
Pálínuboð hjá Þóru og Bjössa

Allir bjóða öllum – Potluck party – Pálínuboð

Hin svokölluðu Pálínuboð þekkja margir. Það eru boðin þar sem gestir koma með veitingarnar – allir bjóða öllum til veislu. Allsendis er óvíst að einhver sérstök Pálína eigi heiðurinn að nafninu. Líklegra er að hún Pálína með prikið hafi orðið kveikjan að nafninu*. 

Þetta form er stórfínt og hentar víða, það eykur fjölbreytni og minnkar fyrirhöfnina fyrir þann sem opnar húsið sitt. Slík matarboð geta t.d. verið þannig að sumir eru beðnir að koma með forréttinn, aðrir aðalréttinn, einhverjir meðlætið og svo framvegis. Slík kaffiboð eru líka vel þekkt, einnig grillveislur, afmæli, fermingarveislur, brúðkaup og erfidrykkjur svo eitthvað sé nefnt. Langflestir eru boðnir og búnir að leggja sitt af mörkum

PÁLÍNUBOÐVEISLUR

.

Hlaðborð
Allir bjóða öllum – Potluck party – Pálínuboð

Pálínuboð – nokkur atriði sem ágætt er að hafa í huga:

 • Sumir eiga til að afsaka sig með tímaskorti og „bjarga sér með ostum”. Það getur verið vandræðalegt ef margir koma með ostabakka – þess vegna þarf skipulag (sjá neðar)
 • Gott er að taka áhöld með í það sem komið er með og við tökum svo afganginn með okkur til baka – en aðeins afganginn af því sem við komum með. Það er ekki í boði að koma með Tupperware boxin, setja í þau sitt lítið af hverju áður en við förum heim.
 • Það er ágætt að fólk fái að ákveða sjálft hvað það kemur með, frekar en það fái fyrirmæli um eitthvað ákveðið. Sumir eru góðir í að baka snúðaköku sem allir elska, þá er fínt að viðkomandi taki að sér snúðakökuna frekar en eitthvað sem hann hefur aldrei gert áður.
 • Fólk með matarofnæmi eða -óþol þarf að láta vita með góðum fyrirvara.
 • Allir þurfa að hafa á hreinu hvort börnin eru boðin líka.
 • Best er ef það sem við komum með fari beint á borðið en þurfi hvorki að hita, baka né annað – þó alltaf sé hægt að gera undantekningar. Ef þarf að hita á staðnum er ágætt að gestgjafinn viti af því fyrirfram.
 • Drykkir eru hluti af veitingunum, ef illa stendur á eða lítill tími er upplagt að koma með drykki. Það er samt ekki kostur að hafa of margar tegundir af drykkjum. Tvær til þrjár er fínt.
 • Og eins og svo oft áður: það þarf skipulagningu. Best er að tilvonandi gestir beri hugmyndir sínar upp við þann sem skipuleggur, getur verið óheppilegt ef margir koma með skyrtertu. Fyrir ekki svo löngu vorum við í stórafmæli eldri konu. Gestirnir tóku sig saman og glöddu hana með kaffimeðlæti enda vildi hún engar gjafir eða annað slíkt. Mér taldist til að u.þ.b. ein terta hefði verið fyrir hvert ár sem konan hafði lifað. Slíkt gengur auðvitað ekki.
 • Við borðum ekki bara það sem við komum með. Pálínuboð gengur út á að deila og þiggja.
 • Við komum með matinn eins tilbúinn og hægt er, eldum ekki á staðnum.
 • Pössum að leggja ekki eldhús gestgjafans í rúst. Eins og gengur er fólk misviðkvæmt fyrir mikilli umgengni í eldhúsi heimilisins. Það er ágætt fyrir (viðkvæma) gestgjafa að hafa í huga þegar Pálínuboð eru munu gestirnir munu eiga erindi inn í eldhúsið ykkar. Það vantar áhöld og eitthvað þarf að fara í ísskáp og fleira þess háttar. Undirbúið ykkur og takið bæði til í eldhúsinu og ísskápnum 🙂 
 • Vörumst að koma með „framandi rétti” af því að við ætlum að slá um okkur. Slíkt getur verið vandræðalegt.
 • Allir-bjóða-öllum-boðin snúast líka um að ganga frá. Við förum ekki úr boðinu nema a.m.k. bjóða fram hjálparhönd.

*Samkv. Vísindavef Háskólans

Pálínuboð - IMG_3503
Allir bjóða öllum – Potluck party – Pálínuboð

.

PÁLÍNUBOÐVEISLUR

— PÁLÍNUBOÐ —

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.