Sumarauki – Mikið lifandis skelfingar ósköp eru hrátertur góðar

Sumarauki – Mikið lifandis skelfingar ósköp eru hrátertur góðar vinkvennakaffi Vinkvennakaffi, Gunna Stína, Sólveig, Kata Kolbeins steingerður árdís hulda hárbær íris sveinsdóttir hárbær hráterta hrákaka, terta, hollusta, súkkulaðiterta, Íris Sveinsdóttir, vinkvennakaffið hrákaka raw food
Sumarauki

Sumarauki – hráterta

Mikið lifandis skelfingar ósköp eru hrátertur góðar. Í vinkvenakaffiboðið kom Íris með þessa dásemdar tertu sem rann ljúflega niður eins og aðrar hrátertur. Tertan er sannkallaður sumarauki.

— HRÁTERTUR — VINKVENNAKAFFITERTURÍRIS SVEINSD

.

Sumarauki – hráterta

6 meðalstórar gulrætur

2 b kókosmjöl

2 b döðlur

2 b apríkósur

2 b möndlur

2 msk kakó nibbur

2 msk Lucuma duft

1/3 tsk salt

Setjið allt í matvinnsluvél og maukið. Látið í tertuform og þjappið.

Kremið:

1 b fersk jarðarber (eða frosin)

1 bolli mjúkar döðlur

1/2 b cashew hnetur sem búnar eru að liggja í bleyti.

Maukið allt vel saman og smyrjið yfir botninn skreytið með berjum

Sumarauki
Uppskriftin birtist í Vikunni
Vinkvennakaffi, Gunna Stína, Sólveig, Kata Kolbeins steingerður árdís hulda
Íris Sveinsdóttir er þriðja frá vinstri

🌞

— HRÁTERTUR — VINKVENNAKAFFITERTURÍRIS SVEINSD

— SUMARAUKI —

🌞

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Salat með andakjöti

Salat með andakjöti. Salat eins og þetta getur auðveldlega verið aðalréttur. Það er fleira matur en feitt kjöt. Æskilegt er að fólk borði meira grænmeti, það er því kjörið að bera fram grænt salat eins og þetta með ekki of miklu af kjöti

SaveSave

Silungur með kóriander/basil pestói

Silungur

Silungur með kóriander/basil pestói

Góður fiskur er hreinasta dásemd. Sjálfur er ég hrifnastur af feitum fiski, hann er bæði ríkur af d-vítamíni og omega 3. Fiskur er kjörið hráefni til að nota í hina og þessa rétti. Helst þarf að passa að ofelda/sjóða ekki fiskinn, já og líka að velja ferskan góðan fisk.  Annars er gaman að segja frá því að þegar ég kom heim út fiskbúðinn með silunginn hringdi í mig kona sem les þetta blogg reglulega. Hana vantaði hugmynd að eldun kvöldmatarins. Hún sagðist vera með fisk sem maðurinn hennar veiddi, sennilega væri það silungur.