
Sumarauki – hráterta
Mikið lifandis skelfingar ósköp eru hrátertur góðar. Í vinkvenakaffiboðið kom Íris með þessa dásemdar tertu sem rann ljúflega niður eins og aðrar hrátertur. Tertan er sannkallaður sumarauki.
— HRÁTERTUR — VINKVENNAKAFFI — TERTUR — ÍRIS SVEINSD —
.
Sumarauki – hráterta
6 meðalstórar gulrætur
2 b kókosmjöl
2 b döðlur
2 b apríkósur
2 b möndlur
2 msk kakó nibbur
2 msk Lucuma duft
1/3 tsk salt
Setjið allt í matvinnsluvél og maukið. Látið í tertuform og þjappið.
Kremið:
1 b fersk jarðarber (eða frosin)
1 bolli mjúkar döðlur
1/2 b cashew hnetur sem búnar eru að liggja í bleyti.
Maukið allt vel saman og smyrjið yfir botninn skreytið með berjum


🌞
— HRÁTERTUR — VINKVENNAKAFFI — TERTUR — ÍRIS SVEINSD —
🌞