Karmelluostakaka með oreobotni

Karmelluostakaka með oreobotni sóley Björt karamella föstudagskaffi karamellusósa Oreo ostakaka terta kaka
Karmelluostakaka með oreobotni

Karmelluostakaka með oreobotni

Sóley sá um föstudagskaffið í vinnunni – ó ég elska föstudagskaffið…

— OSTATERTURTERTURSÓLEY BJÖRT— FÖSTUDAGSKAFFIKARAMELLU…LHIOREO

.

Karmelluostakaka með oreobotni

Botn:

20 Oreo kexkökur, krem fjarlægt
5 msk smjör, brætt
2 msk sykur

Ostakakan:

900 g rjómaostur, við stofuhita
220 g púðusykur
2 msk smjör, brætt
5 egg
2 tsk vanilludropar

Karmellusósa:

300 g sykur
60 ml vatn
1 tsk sítrónusafi
240 ml rjómi

Botn aðferð
Myljið oreokökurnar smátt niður. Blandið kökum, smjöri og sykri vel saman. Látið blönduna í olíusmurt form. Setjið álpappír yfir formið og bakið í 175°c heitum ofni í 15 mínútur. Kælið.

Ostakakan aðferð
Hrærið rjómaosti og sykri saman í hrærivél á miklum hraða þar til blandan er orðin létt og ljós. Bætið þvi næst smjöri saman við og síðan eggjum, einu í einu. Hrærið að lokum vanilludropunum út í. Hellið því næst blöndunni yfir botninn.
Bakið i ofni við 175°c hita í um 1 klukkustund og 15 mínútur. KæliÐ vel áður en hún er borin fram.

Karmellukrem aðferð
Látið sykur, vatn og sítrónusafa á pönnu við meðalhita þar til sykurinn hefur bráðnað. Látið þá blönduna sjóða án þess að hræra í henni þar til blandan fer að dökkna lítillega. Lækkið þá hitann og látið malla í um 8 mínútur. Bæti þá rjómanum varlega saman við og látið malla við meðalhita í nokkrar mínútur eða þar til karmellan hefur þykknað. Kælið lítillega og hellið síðan yfir ostakökuna.

— OSTATERTURTERTURKARAMELLA —

Sótt af síðunni: http://gulurraudurgraennogsalt.com/

— KARAMELLUOSTATERTA MEÐ OREOBOTNI —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Lasagna með ricotta- og spínathjúp – fullkomið fjörefnafóður

Lasagna með ricotta- og spínathjúp.

Lasagna með ricotta- og spínathjúp. Borðum meira grænmeti! Það mælir allt með aukinni grænmetisneyslu. Grænmetisréttir eru auðveldir, fallegir og oft á tíðum ódýrir. Svo þarf nú varla að taka fram lengur hve hollt grænmetið er -  .

Fróðleikur um mataræði og áhrif matar

Mataræði.is

Axel F. Sigurðsson læknir heldur úti síðunni Mataræði.is þar skrifa hann um áhrif matar, heilbrigðan lífsstíl, sjúkdóma og forvarnir. Það er nú einu sinni þannig að við berum ábyrgð á okkar eigin lífi.