Kúskússalat frá Marokkó

Kúskússalat sítróna marokkó kjúklingabaunir kóríander MAROKKÓ marokkóskur matur kúskús
Kúskússalat frá Marokkó

Kúskússalat frá Marokkó

Einhverju sinni hitti ég mann frá Marokkó og við fórum að tala um mat sem tengist hans landi. Sá gaf frekar lítið fyrir kúskúsið sem fæst á vesturlöndum. Í Marokkó er soðið þrisvar (minnir mig) upp á kúskúsinu og einhverjar serímóníur í kringum það. Stærsti kryddmarkaður í heimi er í Marokkó og þeir nota kryddið óspart. Sólveig systir mín færði okkur poka með kryddblöndu þegar hún kom frá Marokkó og sú blanda er alltaf kölluð Marokkóska-kryddið hér á heimili – en þið sem ekki eigið samskonar poka notið kúmín og kanil 🙂

.

KÚSKÚSMAROKKÓSALÖT

.

Kúskússalat frá Marokkó

200 g kúskús

sjóðandi vatn

börkur af einni sítrónu

safi úr 1/2 sítrónu

1/2 rauðlaukur, skorinn frekar gróft

1 ds kjúklingabaunir

1/2 rauð paprika, söxuð gróft

1 dl saxað kóríander

1 tsk grænmetiskrydd

1 tsk Marokkókrydd (eða 1/2 tsk kúmín og 1/2 tsk kanill)

salt og pipar

Setjið kúskús í skál og hellið fljótandi vatni yfir, hrærið í með gaffli í nokkrar mín. Eftir um 15 mínútur; bætið við sítrónuberki, sítrónusafa, rauðlauk, kjúklingabaunum, papriku og kryddi. Blandið vel saman og látið standa við stofuhita í um klst eða tvær.

Kuskus salat
Kúskússalat frá Marokkó

.

KÚSKÚSMAROKKÓSALÖT

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.