Ofnbakaður lax með sætri kartöflu

Ofnbakaður lax með sætri kartöflu Lax cummin norður afríka marokkó marokkóskur matur
Ofnbakaður lax með sætri kartöflu

Ofnbakaður lax með sætri kartöflu

Að grunni til tengist þessi uppskrift Norður-Afríku en hefur tekið smá breytingum eins og gengur. Látið ekki kryddmagnið fæla ykkur frá því að prófa réttinn.

.

LAXSÆTAR KARTÖFLURFISKUR Í OFNI

.

Ofnbakaður lax með sætri kartöflu

1 laxaflak

3-400 g sæt kartafla

safi úr 1/2 sítrónu

4 hvítlauksgeirar, saxaðir

2 msk kúmín

2-3 msk ólífuolía

1 tsk chili

2 msk kóríander

salt.

Rífið kartöfluna niður á rifjárni og setjið í skál. Blandið saman við sítrónusafa, hvítlauk, olíu og kryddum.

Leggið fiskinn í eldfast form, setjið kartöflukryddmaukið yfir og bakið í um 15 mín við 170° (tíminn fer eftir þykkt laxins og ofnum)

Ofnbakaður lax með sætri kartöflu
Ofnbakaður lax með sætri kartöflu

.

LAXSÆTAR KARTÖFLURFISKUR Í OFNI

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Ostalausa vikan – Beta Reynis næringarfræðingur og Albert snúa bökum saman til betra lífs

https://www.youtube.com/watch?v=cq4rX7J_r5YOstalausa vikan - Beta Reynis næringarfræðingur og Albert snúa bökum saman til betra lífs. Verkefni vikunnar, fyrir utan að halda áfram með matardagbókina, var að taka út allan ost í heila viku. Í fyrsta viðtalinu okkar fattaði Beta mjög fljótt að ég er sjúklega mikill ostakarl.

Smellið á: LESA MEIRA til að sjá myndbandið

Linsubauna og bóghveiti salat – stútfullt af hollustu

 Linsubauna og bóghveiti salat – stútfullt af hollustu. Nathalía Druzin Halldórsdóttir söngkona og starfsmaður Íslensku óperunnar var í óðaönn að undirbúa frumsýningu Mannsraddarinnar þegar ég rak inn nefið á dögunum. Auðvitað var hún til í að gefa uppskrift af þessu bragðgóða og holla salati. Aðspurð hvort salatið ætti sér einhverja sögu svaraði hún „Í raun bara þá að auka inntöku á baunum og síðan hef ég alltaf verið mjög hrifin af bóghveitigrjónum þ.a saman er þetta snilld ef maður vill hugsa um heilsuna 🙂
Bóghveiti gefur mikið magnsium í kroppinn"