Kartöflusalat með apríkósum

Kartoflusalat Kartöflusalat með apríkósum KARTÖFLUR apríkósur salat með grillmatnum grill
Kartöflusalat með apríkósum sem hentar með flestum mat.

Kartöflusalat með apríkósum

Þetta er afar gott kartöflusalat með apríkósum sem bragðast vel með grillmatnum. Það er tilvalið að útbúa með góðum fyrirvara, sumir eru jú í tímahraki.

.

KARTÖFLUSALÖTKARTÖFLURSALÖTAPRÍKÓSURGRILL

.

Kartöflusalat með apríkósum


1 kg soðnar kartöflur
250 g þurrkaðar apríkósur, saxaðar
1 vænn rauðlaukur, skorin frekar smátt
ca 3 msk ólífuolía
maldonsalt
svartur grófmalaður pipar

Skerið kartöflurnar í bita, blandið apríkósum, rauðlauk, olíu, salti og pipar varlega saman við. Látið salatið standa í ísskáp í nokkra tíma, þess vegna yfir nótt.

.

— KARTÖFLUSALAT MEÐ APRÍKÓSUM —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

L´abri á Fáskrúðsfirði

L´abriL´abri

Í Franska spítalanum á Fáskrúðsfirði, sem hýsir Fosshótel, er hinn bjarti og fallegi veitingastaður L´abri. Þar er eldað af metnaði undir frönskum áhrifum. Mikið var að gera á hótelinu og veitingastaðnum þegar við vorum fyrir austan á dögunum og vel bókað sumar, vetur, vor og haust. Það er vel þess virði að koma við á Fáskrúðsfirði, skoða snyrtilegan bæ og fá sér hressingu í Franska spítalnunum sem Minjavernd endurbyggði af miklum myndarbrag.

Valhneturúlluterta með hindberjarjóma

Valhneturúlluterta með hindberja-rjóma. Í mínu ungdæmi þóttu mér rúllutertur með sultu afar ljúffengar og "sparilegar", En það var nú í þá daga. Valhneturnar setja fallega áferð á tertuna og fagurlitaður hindberjarjóminn gerir þessa rúllutertu ekki síður "sparilega" en þá sem mamma bakaði með rabarbarasultunni. Falleg og góð terta sem sómir sér vel á hvaða kaffiborði sem er.