Kartöflusalat með apríkósum

Kartoflusalat Kartöflusalat með apríkósum KARTÖFLUR apríkósur salat með grillmatnum grill
Kartöflusalat með apríkósum sem hentar með flestum mat.

Kartöflusalat með apríkósum

Þetta er afar gott kartöflusalat með apríkósum sem bragðast vel með grillmatnum. Það er tilvalið að útbúa með góðum fyrirvara, sumir eru jú í tímahraki.

.

KARTÖFLUSALÖTKARTÖFLURSALÖTAPRÍKÓSURGRILL

.

Kartöflusalat með apríkósum


1 kg soðnar kartöflur
250 g þurrkaðar apríkósur, saxaðar
1 vænn rauðlaukur, skorin frekar smátt
ca 3 msk ólífuolía
maldonsalt
svartur grófmalaður pipar

Skerið kartöflurnar í bita, blandið apríkósum, rauðlauk, olíu, salti og pipar varlega saman við. Látið salatið standa í ísskáp í nokkra tíma, þess vegna yfir nótt.

.

— KARTÖFLUSALAT MEÐ APRÍKÓSUM —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Georg Georgsson, læknir, konsúll og yfirmaður Franska spítalans

Georg Georgsson, læknir, konsúll og yfirmaður Franska spítalans á Fáskrúðsfirði, þótti með færustu læknum á sinni tíð og ferðaðist ítrekað utan að tileinka sér nýjungar í læknavísindum. Til þess var tekið hve mikil reisn og höfðingsskapur var yfir læknisheimilinu. Húsbúnaður, matföng og dýrindis vín komu beinustu leið frá Frakklandi og sjálfur þótti húsbóndinn vera holdtekja franskrar menningar á staðnum.

Snúðakaka

Snúðaterta

Snúðakaka. Eins lengi og ég man eftir mér hefur móðir mín bakað þessa köku við miklar vinsældir. Við systkinin reynum oft að baka hana nákvæmlega eins og mamma gerir hana, en þið vitið hvernig andrúmsloftið, eldhúsið hennar mömmu, reynslan og sálin sem hún setur í baksturinn nær ekki alltaf í gegn. Þegar við bökum hana og gefum hinum að smakka, segjum við því alltaf: Iss! þetta er nú ekki eins og hjá mömmu.

Pavlova

Pavlova

Pavlova. Alloft er einfalt það besta og Pavlova er sérlega einföld og auðveld. Í grunninn samanstendur hún af marensbotni, þeyttum rjóma og ávöxtum. Til er fjöldinn allur af uppskriftum, en yfirleitt finnst mér alltof mikið af sykri í þeim. Það er aldrei notalegt þegar munnurinn verður loðinn af sykri. Ég prófaði mig því áfram og niðurstaðan varð þessi.

Gulrótakaka

Gulrótaterta

Gulrótakaka eins og þessi hentar hvort sem er með kaffinu eða í eftirrétt. Eins og með aðrar hráfæðistertur tekur ekki langa stund að útbúa hana og hún er næstum því óbærilega góð. Það þarf ekki að leggja möndlur í bleyti en ef þið hafið tíma til að láta þær liggja í nokkrar klukkustundir eða yfir nótt verða þær betri. Hingað komu nokkrir stórsöngvarar í kaffi og gúffuðu í sig tertunni með